Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Side 81

Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Side 81
Á ALÞJÓÐAFUNDI LÖGFRÆÐINGA í MANILA Dr. Gunnlaugur Þórðarson hrl. sótti ráðstefnu Alþjóðasamtaka lögfrœð- inga í Manila á árinu 1993 og hefur sent tímaritinu eftirfarandi skýrslu sem byggð er á útvarpserindi sem hann flutti undir nafninu Manila heimsótt að nýju. Nú eru rúm 22 ár frá því að ég hóf að taka þátt í alþjóðaráðstefnum lögfræðinga. I fyrstu störfuðu samtökin undir nafninu: World Peace Through Law. heimsfriður með lögum: Pax Orbisex Jure eru einkunnarorð samtakanna. Nafni samtakanna var fyrir nokkrum ár um breytt í World Jurist Associ- ation eða Heimssamtök lögfræðinga. Heimsþing þessi eru haldinn á tveggja ára fresti. Ég sótti íyrst fund samtakanna með Páli S. Pálssyni hæstaréttar- lögmanni, heitnum, 1971 í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, en síðar með honum og Sigurði Georgssyni hæstaréttarlögmanni í Sao Paulo í Brazilíu, þá með Sigurði í Cairo, höfuðborg Egyptalands, Caracas höfuðborg Venezuela, Berlín, nú höfuðborg Þýskalands, og Seoul höfuðborg Suður-Kóreu, þá einn í Madrid, höfuðborg Spánar, í Beijing höfuðborg Kína og í Barcelona, höfuðborg Kataloníu. Þannig er Manila, höfuðborg Filippseyja, tíundi fundarstaður Heims- samtaka lögfræðinga sem ég hef sótt. Heimsráðstefnan hófst með helgistundum að hætti helstu trúarbragða heims og að athöfn lokinni var mikil móttaka í boði borgarstjómar Manila í fomum mannvirkjum, „Intra muros“, sem Spánverjar reistu í lok 16. aldar. Næstu fjóra daga fóru fram umræðufundir um hin ýmsu efni. Fundimir stóðu kl. 9 - 12 og 14 - 18 og fóru fram í þrem til fjórum fundarsölum samtímis. Einkar fróðlegt var að hlusta á erindi manna og ræður. Sérstaklega vora umræðumar um mannréttindi athyglisverðar. Tók ég lítillega þátt í þeim. Hins vegar lenti ég óvænt í því að stjóma umræðum um fjölntiðla og málfrelsi. Ári fyrir fundinn hafði ég tekist á hendur að hafa framsöguerindi um fjölmiðla og um hvemig málfrelsið væri stundum misnotað. Þannig gafst mér tækifæri til þess að benda á hve alvarlegt það gæti verið þegar þjóðir og hópar fólks beittu aðrar þjóðir efnahagslegum hryðjuverkum eða „economical terror“, eins og mér varð að orði, í því skyni 79

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.