Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Síða 8

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Síða 8
atburðarásar, sem hefur verið lýst, átti sér stað. Þann 9. september sl. tók gildi um sama efni 52. gr. laga nr. 99/1993 með sama nafni. Þessar lagagreinar eru í einu og öllu eins og hljóða svo: Áður en ákvarðanir eru teknar um inn- og útflutning landbúnaðarvara sktdu aðilar, sem með þau málfara, leita álits og tillagna Framleiðsluráðs landbúnaðarins. Innflutningur landbúnaðarvara skal því aðeins leyfður að Framleiðsluráð staðfesti að innlend framleiðsla fullnægi ekki neysluþörfinni. I 1. mgr. 1. gr. laga nr. 63/1979 um skipan gjaldeyris- og viðskiptamála segir að innflutningur til landsins skuli ekki háður leyfum, nema annað sé ákveðið í sérstökum lögum svo og reglugerðum eða auglýsingum sem ríkisstjórnin setji samkvæmt heimild í lögunum. Þessi lög voru felld úr gildi með lögum nr. 87/1992 og á sama tíma voru sett lög um innflutning nr. 88, 17. nóvember, 1992, en í 1. mgr. 1. gr. þeirra laga segir að innflutningur á vöru og þjónustu til landsins skuli vera óheftur, nema annað sé sérstaklega tekið fram í lögum eða milliríkjasamningum sem ísland er aðili að. Því er ekki heimilt eins og áður var að binda innflutning leyfum í reglugerðum eða auulýsingum heldur verða lög eða milliríkjasamningar að koma til. I greinargerð með 41. gr. laga nr. 46/1985 segir að framleiðsluráði sé veittur réttur til þess að stöðva innflutning þeirra landbúnaðarvara, sem bannað er að flytja til landsins samkvæmt öðrutn lögum, nema að fengnu leyfi einhverra opinberra aðila. Nú væri ekki óeðlilegt að álykta þannig af 52. gr. laga nr. 99/1993, sem fyrr er rakin, að við innflutningi landbúnaðarvara sé að finna almennt bann í lögum, sem hægt sé, að fullnægðum skilyrðum lagagreinarinnar, að leyfa undantekningar frá. Svo er ekki. Hins vegar er álitamál hvort heimilt sé að álykta sem svo, að greinin sjálf feli í sér almennt bann við innflutningi landbúnaðarvara. Skal nú stuttlega vikið að því dómsmáli sem Hagkaup höfðaði, en þar reyndi að sjálfsögðu mjög á efni þessarar lagagreinar. í dómi fjölskipaðs héraðsdóms segir m.a. svo: Deilt er um það í máli þessu, hvort ákvæði 41. gr. laga nr. 46/1985 feli í sér sjálfstæða heimild til takmörkunar á innflutningi landbúnaðarvara eða hvort skýra beri ákvæðið í Ijósi tilvitnaðrar greinargerðar þannig að slík takmörkun ráðist aðeins af ákvæðum annarra laga. Hér stangast á skýrt orðalag lagaákvæðisins og tilgangur höfunda lagafrumvarpsins eins og hann kemur fram í greinargerðinni. Samkvæmt afdráttarlausu orðalagi 41. gr. laga nr. 46/1985, sem ekki verður vikið til hliðar vegna orðalags í greinargerð og í Ijósi þess skýra markmiðs löggjafans að veita innlendri landbúnaðarframleiðslu forgang gagnvart erlendum afurðum, geti hún fullnœgt þörfum markaðarins, er niðurstaða dómsins sú, að áðurgreind 41. gr, nú 52. gr. laga nr. 99/1993, takmarki frelsi til innflutnings á landbúnaðarvörum. 2

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.