Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Síða 10

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Síða 10
ritað og hefur staðið um nokkra hríð með umtalsverðum átökum. Þess hefði tæpast verið þörf, ef 41. gr. laga nr. 46/1985 hefði mátt skilja ótvíræðum skilningi. Það sem hér hefur gerst og að framan er lýst gefur fullt tilefni til þess að vekja sérstaka athygli á þeirri nauðsyn að lagasmíð sé vönduð og vel frá gengin. Vissulega er það of oft svo, að lagafrumvörp eru afgreidd á mjög skömmum tíma, sem leitt getur til þess að þingmönnum sjáist yfir vansmíði á þeim. Eflaust væri til mikilla bóta, ef þingmenn hefðu greiðan og stöðugan aðgang að reyndum lögfræðingum til ráðgjafar og mun reyndar einhver hreyfing í þá átt. Hvað sem því líður þá er lágmarksviðmið að lagatextinn sé skýr og sá vilji löggjafans sem lesinn verður í greinargerðum með lagafrumvörpum sé skýrt og skilmerkilega settur fram og í samræmi við lagatextann. Með því móti mætti forða misskilningi, líkum þeim sem virðist hafa átt sér stað í atkvæði meirihuta Hæstaréttar í framangreindu dómsmáli. Fróðlegt verður að sjá hvemig löggjafarvaldinu tekst til, þegar það stefnir sérstaklega að því að setja lög sem hafi að geyma skýran og ótvíræðan vilja þess. 4

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.