Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Page 17
ekki að setja þá í stöðu heldur nægir ráðningarsamningur við yfirmann
viðkomandi dómstóls. Dómarar í Hæstarétti Bandaríkjanna geta setið svo lengi
sem þeir treysta sér til. Alríkisdómurum verður aðeins vikið úr stöðu sinni af
fulltrúadeild þingsins og verður sú frávikning að hljóta samþykki öldunga-
deildarinnar.
I ríkjunum gegnir öðru máli. Þar er reglan sú að dómarar á öllum dómstigum
eru kosnir almennum kosningum til 6, 8 eða 10 ára í senn. Þessar kosningar
eru nokkuð mismunandi. Sums staðar (í 13 ríkjum) eru þær flokkspólitískar,
annars staðar (í 17 ríkjum) fara þær fram á milli frambjóðenda sem hafa hlotið
samþykki nokkurs konar dómnefnda til þess að bjóða sig fram til dómarastöðu
og enn annars staðar (í 20 ríkjum) tilnefnir ríkisstjóri dómara úr hópi
lögfræðinga sem hafa verið tilnefndir af nefndum, sem skipaðar eru
lögfræðingum, þingmönnum, leikmönnum og stundum dómurum. Tilnefning
ríkisstjóra þarf í sumum ríkjum að hljóta samþykki löggjafarþingsins en annars
staðar ekki. Dómarinn verður síðan að ganga til næstu dómarakosninga. Hér
gegnir sama máli og við skipun alríkisdómara, ríkisstjórinn tilnefnir yfirleitt
flokksbræður sína. Var mér nefnt sem dæmi að í Pensylvaníu væru 80-90%
dómara demókratar, en ríkisstjóri í því fylki hefur verið demókrati árum
saman. Það mun skipta meira máli heldur en hvemig valdahlutföll eru í
löggjafarsamkomunni.
Að því er varðar dómara við áfrýjunardómstólana þá er aðferðin hin sama
að því frátöldu að það tíðkast ekki að þeir gangi beint til kosninga í fyrsta
skipti, heldur eru þeir tilnefndir af nefndum eða ríkisstjóra.
Mér var tjáð að mikið þyrfti til þess að dómari næði ekki endurkjöri, helst
væri það meiri háttar hneyksli sem hann ætti aðild að. Hins vegar kæmi það
annað slagið fyrir að menn byðu sig fram gegn starfandi dómurum og var
sem dæmi nefnt í Pensylvaníu að þar hefði einn frambjóðandi til embættis
hæstaréttardómara eytt 1,5 milljónum dollara í kosningabaráttu en ekki náð
kjöri. Stundum væri það samt svo að dómarar þyrðu ekki annað en að láta í
sér heyra fyrir kosningar, ef staða þeirra virtist tæp af einhverjum ástæðum,
og þyrftu þá að kosta til fé og fyrirhöfn. Venjulegast vektu kosningar dómara
sáralitla athygli.
Því var haldið fram að þetta kerfi væri engan veginn alvont. Til dæmis væri
vitað að þekktir lögfræðingar vildu fremur sæta dómi kjósenda en að gangast
undir hæfnismat.
Þær aðferðir sem Bandaríkjamenn hafa við að skipa dómarastétt sína eru
framandi íslendingi og væntanlega öðrum Evrópubúum. Sérstakar eru þær, þótt
ekki sé hægt að fullyrða að þær séu einstæðar í veröldinni. Það vekur sérstaka
athygli hve mikið stjómmál og stjómmálamenn koma þar við sögu, ekki síst
vegna þess að þróunin hér á landi hefur miklu fremur verið í þá átt að takmarka
eftir því sem hægt er stjómmálaleg áhrif á skipun dómara. Þá sýnast þær
aðferðir sem viðhafðar eru í ríkjunum leiða til þess að starfsöryggi dómara sé
takmarkað og opnar leiðir til þess að beita þá þrýstingi. Úr þessu vildu þó
11