Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Síða 19

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Síða 19
menn dómstólsins. Vafalaust er að í hugum almennings eru þessi mörk harla óskýr. Mér kom í hug sú spuming sem eitt sinn var varpað til mín, þegar ég sagðist vera borgardómari, en hún var sú, hvemig væri að vinna hjá Davíð. Starfsfólk dómstólanna er ýmist í stéttarfélögum eða ekki og gerir það kjaramálin vandmeðfamari. í Fíladelfíu er hluti héraðsdómstólsins til húsa í ráðhúsi borgarinnar og var ekki auðvelt að átta sig á því hverju sinni, hvort um var að ræða húsakynni dómstólsins eða borgarstjórnarinnar. Reyndar er dómstóllinn víða til húsa, m.a. á 11. hæð í stóru verslunarhúsi, enda þarf einhvers staðar að koma fyrir 2.400 starfsmönnum dómstólsins. Fyrir enda götunnar er dóm- og ráðhúsið í Fíladelfíu Fjárlagatímabil dómstólanna er ýmist 1 eða 2 ár. Það að fjárveitingar til dómstólanna geta komið frá fleiri aðila en einum veldur þeim starfsmönnum dómstólanna, sem um þau sjá og á þeim bera ábyrgð, aukinni vinnu og ýmsum óþægindum. Má sem dæmi um það nefna að í Jacksonville í Flórída átti dómstjórinn í héraðsdómstólnum þann dag sem ég hitti hann að máli í nokkrum vandræðum með tillögu sem fram hafði komið í borgarstjóminni um að leggja af sérstaka fjárveitingu til þess að greiða dómriturum laun, sem var 13

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.