Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Page 21

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Page 21
Hús Þjóðarmiðstöðvar ríkjadómstólanna í Williamsburg Eitt af því sem dómstólamiðstöðin hefur tekið sér fyrir hendur er að setja héraðsdómstólunum stefnumið (Trial Court Performance Standards), en þessi vinna var skipulögð og stjórnað af 13 manna nefnd. Lauk nefndin störfum í júlí 1990. Þessi stefnumið eru eftirfarandi: 1. Dómstólarnir stjórna meðferð dómsmála og annarri starfsemi sinni, sem snertir almenning, með opnum hætti. 2. Húsnæði dómstólanna er öruggt, aðgengilegt og þægilegt í notkun. 3. Allir sem mæta fyrir dómstólunum hafa tækifæri til þess að taka virkan þátt í því sem fram fer án þess að vera beittir óþarfa stífni eða óþægindunt. 4. Dómarar og aðrir starfsmenn dómstólanna eru kurteisir og bregðast vel við erindum almennings og sýna virðingu öllum sem þeir hafa samskipti við. 5. Kostnaður við aðgang að þinghöldum og þingbókum, -hvort heldur um er að ræða fé, tíma eða þær reglur sem fylgja ber-, er innan skynsamlegra marka, sanngjam og þannig að menn hafí efni á. 6. Dómstólamir halda málatíma innan viðurkenndra marka, sem þeir ákveða, og gæta þess jafnframt að afgreiða mál jafnóðum og þau berast. 7. Dómstólarnir leggja fram skýrslur og upplýsingar samkvæmt fyrirfram gerðum áætlunum og svara greiðlega beiðnum um upplýsingar svo að þær komi að tilætluðum notum. 15

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.