Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Síða 22

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Síða 22
8. Dómstólarnir tileinka sér þegar í stað breytingar á lögum og réttarfars- reglum. 9. Dómstólarnir fylgja í störfum sínum þeim lögum sem við eiga, réttarfarsreglunr og starfsreglum sem settar hafa verið. 10. Þegar listi er gerður yfir þá, sem kunna að verða kvaddir í kviðdóm, skal þess gætt að á honum sé fólk úr öllurn þjóðfélagshópum í lögsagnar- umdæminu. 11. Dómstólarnir sinna hverju einstöku rnáli sérstaklega, gæta samrænris í úrlausnum innan hvers málaflokks og afgreiða mál eftir þeim lögunr sem við eiga. 12. Dómstólamir taka skýra afstöðu til þeirra álitaefna sem fyrir þá eru lögð og gera glögga grein fyrir því hvemig niðurstaða er fundin. 13. Dómstólarnir taka viðeigandi ábyrgð á fullnustu ákvarðana sinna. 14. Skrár yfir allar ákvarðanir og athafnir dómstólanna sem máli skipta eru vel og skipulega varðveittar. 15. Dómstólarnir varðveita sjálfstæði sitt og hafa í heiðri regluna um háttvísi í samskiptum sínum við stjómvöld. 16. Dómstólamir afla, nota og gera grein fyrir fjáveitingum til sín með ábyrgum hætti. 17. Dómstólarnir sýna sanngirni í nrannaráðningum. 18. Dómstólarnir gera opinberlega grein fyrir starfsemi sinni. 19. Dómstólarnir gera sér grein fyrir nýjum aðstæðum, yfirvofandi atburðum og aðlaga starfsemi sína eftir þörfum. 20. Dómstólarnir og starfsemi þeirra er aðgengileg í augum almennings. 21. Almenningur treystir því að starfsemi dómstólanna sé stjórnað greiðlega og hlutdrægnislaust og að ákvarðanir þeirra séu teknar af heilindum. 22. Litið er á dómstólana sem sjálfstæða, ekki undir óeðlilegum áhrifum annarra þátta ríkisvaldsins, og áreiðanlega. Svo mörg voru þau orð. Það er vafalítið að héraðsdómstólar í Banda- ríkjunum hafa fæstir ef nokkrir náð þessum markmiðum, sem sýnast velflest vera eðlileg og sjálfsögð, þótt sum kunni okkur að virðast óþarft að nefna hér á landi. Ég hafði sárafá tækifæri til þess að spyrjast fyrir um það utan dómstólanna hvaða álits þeir nytu, en það er ekki að öllu leyti vænlegt til árangurs að spyrja slíkra spuminga þá sem í dómstólunum vinna. Það verður að segjast eins og er að þau svör sem ég fékk voru yfirleitt ekki jákvæð. Erfitt er að átta sig á því í heimsóknum sem þessum hvernig vinnubrögð í dómstólunum eru í raun. Víst er að málafjöldinn er mjög nrikill og sagt er að málaferli séu þjóðaríþrótt Bandaríkjamanna. Nú gengur yfir bylgja málaferla í Bandaríkjunum vegna sjúkdóma sem taldir eru stafa frá notkun og vinnu við byggingarefnið asbest og vegna lýtalækninga þar sem silikon hefur verið notað. í Ffladelfíu hafa verið höfðuð 7 þúsund mál af þessu tagi, og hefur verið sett á stofn sérstök deild í dómstólnum sem nær eingöngu fer 16

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.