Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Side 23
með þessa málaflokka. Svo var komið að rekstur þessara mála tók 5-7 ár og
dæmi voru um 11 ár. í þessari deild hefur verið sett það markmið að
málatíminn verði ekki lengri en 2-3 ár. Hefur m.a. verið gripið til þess ráðs
að hver dómari stjómar tveimur þinghöldum í senn, þ.e.a.s. að vitnaskýrslur
sem hafa verið teknar upp á myndband, en lögmenn hafa heimild til að gera
það utan réttar undir umsjón ritara frá dómstólnum eða ritara sem hefur verið
sérstaklega löggiltur til þessa, eru sýndar kviðdómnum undir stjóm dómvarðar.
Reyndar er það svo að tiltölulega fá mál koma til aðalmeðferðar og má þar
sem dæmi nefna að í Portland, Maine voru u.þ.b. 500 mál til meðferðar hjá
hverjum dómara, sem fór með einkamál, en af þeim fóru ekki nema 25-30 í
aðalmeðferð. Hin sættust utan réttar. Fyrirkomulagið er í stórum dráttum það
að stefna er lögð inn á skrifstofu dómstólsins sem að forminu til sér um að
lögregla birti stefnuna, en í raun annast lögmaðurinn það. Síðan hefst
gagnaöflunartími og leggja lögmennimir þá fram gögn til skrifstofunnar á víxl
þ.á m. skýrslur aðila og vitna, sem hafa verið teknar utan réttar. Dómarinn
kemur hvergi nærri nema ef úrskurða er þörf. Þannig sér dómarinn langfæst
af þeim málum sem hann hefur þó til meðferðar samkvæmt skráningu. Komi
hins vegar til aðalmeðferðar þá getur hún orðið nokkuð löng. Sem dæmi má
nefna að tiltölulega einfalt skaðabótamál, að því er mér sýndist, út af árekstri
bifreiða hafði tekið fimm daga, þar af fór einn til þess að velja kviðdóminn.
I þessu máli hafði annar aðilinn kvatt til 13 sérfræðivitni (expert wittness)
sem eru í raun matsmenn, en hinn átta. Vitnin höfðu öll verið yfirheyrð áður
en til aðalmeðferðar kom, en voru flest yfirheyrð á nýjan leik. Þó er það svo
að lögmennimir geta lesið upp framburð vitnis, sem yfirheyrt hefur verið utan
réttar, í stað þess að láta yfírheyra það fyrir dómi. Fer þetta eftir mati
lögmannsins á því hvort viðkomandi vitni muni hafa góð eða slæm áhrif á
kviðdóminn. Þess má geta hér að niðurstaða kviðdómsins í þessu
skaðabótamáli var sú að tjónþoli ætti rétt á 5.000 dollurum í skaðabætur og
enginn rökstuðningur af neinu tagi fylgdi því og allsendis er óheimilt að spyrja
kviðdóminn að því hvemig niðurstaða hans sé fundin. Hlutverk dómarans var
síðan það að ákveða vexti og rita dómsorð sem hann kom fyrir í fimm línum.
Svo aftur sé vikið að starfi markmiðsnefndarinnar eftir þennan útúrdúr, þá
er næsta skref í vinnu hennar það að kanna hvort þessum markmiðum sem
að framan er lýst hafí verið náð í sex ríkjum, þ.e. Alabama, Kalifomíu, Ohio,
Virginíu og Washington. Þetta framtak er merkilegt og má telja til fyrirmyndar.
V. TÖLVUVÆÐING
Það var æði mismunandi hversu langt þeir dómstólar sem ég heimsótti voru
komnir í tölvuvæðingu. Sums staðar var tölvuvæðingin komin skemur á veg
en t.d. er í Héraðsdómi Reykjavíkur, þótt þar sé reyndar ekki enn af
sérstaklega miklu að státa. Sem dæmi má nefna að í Portland, Maine voru
tölvur ekki notaðar enn við skráningu einkamála, en að því stefnt. Lengst
17