Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Page 27

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Page 27
Hjörtur O. Aðalsteinsson er héraðsdómari í Reykjavík Hjörtur O. Aðalsteinsson: HRAÐARI MEÐFERÐ JÁTNINGARMÁLA FYRIR DÓMI Stofn hessarar ereinar er erindi, sem höfundur hélt á dómsmálabinei hann 12. nóvember 1993. I. INNGANGUR í grein þessari verður farið nokkrum orðum um meðferð svokallaðra játningarmála fyrir dómi, en svo munu þau mál kölluð þar sem ákærði hefur játað skýlaust alla þá háttsemi, sem honum er gefin að sök. Verður einkum fjallað um það, hvort unnt sé að hraða dómsmeðferð slíkra mála með einhverjum hætti og einnig hvort slík hraðaaukning sé æskileg með tilliti til réttaröryggis. Nú er liðið nokkuð á annað ár frá því lög um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði tóku gildi svo og réttarfarslög þau er fylgdu í kjölfarið. Er nú komin festa á framkvæmd þeirra miklu lagabálka er skullu yfir lögfræðinga á miðju sumri árið 1992 og hafa menn smám saman náð tökum á þeim. Er óhætt að fullyrða, að mjög vel hafi tekist til við framkvæmd laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála og er það mál manna að lögin séu mjög vel til þess fallin að flýta meðferð sakamála og virðist sú vera raunin. II. AMENNT UM JÁTNINGARMÁL Skipta má játningarmálum í þrjá flokka samkvæmt lögum nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. í fyrsta lagi er um að ræða sektargerð dómara samkvæmt 1. mgr. 124. gr., en játning ákærða er skilyrði þess að máli verði lokið með þeim hætti. Þessi ntál eru fljótafgreidd fyrir dómi og kemur 21

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.