Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Qupperneq 33

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Qupperneq 33
Rétt er í þessu sambandi að nefna mál sem fá forgang vegna sérstakra kringumstæðna er varða sakborninga, svo sem vegna þess að sakbomingur situr í gæsluvarðhaldi, er í farbanni, hefur möguleika á að hljóta reynslulausn frá refsivist eða er að ljúka afplánun refsidóms. Játningarmál sem hér eru til umfjöllunar eru mikill meirihluti þeirra mála sem Ríkissaksóknari vísar til héraðsdóms með málshöfðun. Hér nýtur engra tölfræðilegra gagna við en mín tilfinning er sú, að hér kunni að vera um að ræða 70% allra mála sem vísað er til héraðsdóms. Einkum er um að ræða auðgunarbrot, skjalafals, ofbeldisbrot og sérrefsilagabrot. Mestu máli skiptir þó að þetta eru mál sem taka hvað mestan tíma rannsóknara, ákæruvalds og dómstóla. Því tel ég, ef stuðla á að hraðari rekstri sakamála almennt, að svigrúmið sé einmitt mest í meðferð játningarmálanna því að mál vegna alvarlegri sakarefna verður nú að jafnaði að telja rekin með viðunandi hraða. II. MÁL HJÁ RÍKISSAKSÓKNARA Fyrir gildistöku laga nr. 19, 1991 voru yfirleitt ekki sótt í dómi önnur mál en mál út af brotum, sem þyngri refsing en 8 ára fangelsi gat legið við. Sjaldgæft var því að játningarmál væru sótt í dómi. Að jafnaði var miðað við að allur þorri játningarmála hefði ekki mikið lengri viðstöðu hjá Rrkissaksóknara en í 1-2 mánuði. Erfitt er að gera sér grein fyrir jafnaðartíma í þessu sambandi. Á ákveðnum tímum ársins, eins og til dæmis fyrir sumarfrí og áramót, berast fleiri mál frá rannsóknarlögreglu til Ríkissaksóknara en ella. í þá „gömlu góðu daga“ var þó hægt að leggjast yfir það sem safnaðist af játningarmálum. Eftir útgáfu ákæru var í raun lokið vinnu við málin á héraðs- dómstigi og því var auðveldara að vinna upp það sem safnast hafði fyrir vegna ójafns streymis mála með auknu vinnuálagi á ákveðnum tímum. Við gildistöku laga nr. 19, 1991 var auknu forræði og um leið vinnu ákær- enda við sakamál mætt með því að fela lögreglustjórum ákæruvald í ákveðnum hluta minni háttar sakamála. Að langmestu leyti er um að ræða mál, sem fyrir gildistöku laganna mátti ljúka með dómsáttum. Ekki verður farið nánar út í þau lagaákvæði sem hér skipta máli. Rétt er fyrst að bera saman fjölda málshöfðana hjá Ríkissaksóknara á milli ára. Árið 1989 voru gefnar út 743 ákærur. Árið 1990 828 ákærur. Frá 1. janúar 1991 til 30. júní 1992 fram að gildistöku laga nr. 19, 1991 eða í eitt og hálft ár 1056 ákærur sem svarar til rétt rúmlega 700 ákæra á ári. Á fyrsta ári hins nýja lögmáls fram til 30. júní 1993 voru gefnar út 636 ákærur. Málshöfðunum Ríkissaksóknara hefur þannig fækkað urn 10%. Á sama tíma gáfu lögreglustjórar út 848 ákærur og 3190 málum var lokið með sáttum án dómsmeðferðar. Lögreglustjórum hafði að vísu verið falin sókn nokkurra þeirra mála sem Ríkissaksóknari höfðaði en þau eru ekki mörg. Ákærum hefur ekki fækkað svo nokkru nemi en vinna við málin hefur aukist. Erfitt er að gera sér grein fyrir hvort aukið starfssvið starfsmanna 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.