Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Page 36

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Page 36
til þess fallið að leysa þetta vandamál. Dómstólar hafa að jafnaði markað gæsluvarðhaldi vegna síbrota fremur stuttan tíma. Gæsluvarðhaldstíminn nægir í fæstum tilvikum til þess að héraðsdómur geti gengið áður en gæslu- varðhaldi lýkur þrátt fyrir að málin fái forgangsmeðferð. Þá má nefna síðast en ekki síst að dómfelldir menn geta áfrýjað héraðsdómi til Hæstaréttar og tekið aftur til við sína fyrri iðju. Ég tel ekki úr vegi að nefna eitt nýlegt dæmi, sem er þó engan veginn sérstætt. Nú í haust var ntaður dæmdur í 2 ára fangelsi í Héraðsdómi Reykja- víkur fyrir skjalafals og þjófnaði. Um var að ræða fjölda brota og nam sannan- legt fjártjón um einni milljón króna, en rauverulegt tjón var að sjálfsögðu mun meira. Hann áfrýjaði dóminum til Hæstaréttar. Þann 1. nóvember sl. krafðist RLR þess að maðurinn yrði úrskurðaður í svokallaða síbrotagæslu í um einn og hálfan mánuð vegna tuga nýrra brota. Hann var úrskurðaður í hálfs mánaðar gæsluvarðhald og gekk síðan laus. Samkvæmt 2. mgr. 23. gr. oml. skal saksækja í einu máli menn sem standa saman að broti, nema annað þyki hagkvæmara. Það eru einmitt slíkar teng- ingar, svokallaðir bandormar, sem hafa reynst lögreglu og ákæruvaldi erfiðar í skauti, rannsókn slíkra mála hjá lögreglu hefur oft viljað dragast, því að nánast er óframkvæmanlegt í slíkum tilvikum að hreinsa upp málin og koma dómi yfir alla brotamenn í einu lagi. Spyrja má hvort slíkar brotasamsteypur þurfi að dragast í rannsókn. Því hefur verið haldið fram, jafnvel á forsíðum dagblaða, að síbrotamenn geti ótruflað haldið áfram endurtekinni brotastarfsemi, þótt þeir játi brot jafnharðan fyrir lögreglu, í skjóli þess að samkvæmt 77. og 78. gr. almennra hegningarlaga verði dómi aðeins komið yfir mann í einu lagi fyrir öll brot sem honum eru gefin að sök. Þetta verður að telja alrangt, þó að rannsóknar- og ákæruvaldi sé hér nokkur vandi á höndum Spumingin er hvort hver sakbomingur eigi rétt á því að dæmd séu í einu lagi öll mál, sem hann er grunaður um. Ég tel svo ekki vera. í 78. gr. almennra hegningarlaga segir reyndar eftirfarandi: Verði maður, sem búið er að dæma fyrir eitt brot eða fleiri. uppvís að því að hafa framið önnur brot áður en hann var dæmdur, skal honum dæma hegningarauka, er samsvari þeirri þynging hegningarinnar, sem kynni að hafa orðið, ef dæmt hefði verið um öll brotin í fyrra málinu. Orðalag greinarinnar virðist gera ráð fyrir því að henni verði einungis beitt ef ekki verður uppvíst um brotin fyrr en eftir að dómur gekk. Fjöldi fordæma er fyrir því að héraðsdómstólar kveða upp dóma yfir mönnum þótt vitað sé að þeir eigi fleiri mál óafgreidd hjá lögreglu. Þess eru einnig dæmi að dómarar fresti meðferð máls og bíði þeirra mála, sem enn eru í rannsókn. Þá má benda á 1. mgr. 23. gr. oml. þar sem segir að ef saksækja skuli mann fyrir fleiri en eitt brot skuli það gert í einu ntáli, eftir því sem við verður komið. Hér er enn einn fyrirvarinn sem settur er með hliðsjón af meginreglunni um hraða málsmeðferð er dómstólar hafa haft að leiðarljósi. í 23. gr. oml. er beinlínis 30

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.