Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Page 39

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Page 39
opinberra mála. Má segja að í dómskerfinu hafi allir lagst á eitt um að ljúka sem flestum sakamálum á öllum stigum fyrir gildistöku þeirra 1. júlí 1992 og að ntjög vel hafi til tekist. 2. Mál berast nú með jafnari hraða frá Ríkissaksóknara en áður. 3. í þeim tilvikum er meðferð sakamála hefur dregist úr hófi hafa dómstólar, að gefnu fordæmi frá Hæstarétti, í mjög auknum mæli tekið tillit til þess við mat á refsingu sakborningum til hagsbóta. 4. Síðast en ekki síst hafa dómstólar nýtt sér vel tækifæri sem gafst við gildistöku laga um meðferð opinberra mála og má fullyrða að almennt líði nú stuttur tími frá málshöfðun þar til dómur gengur. V. LOKAORÐ Af því sem að framan er rakið má ráða, að ég tel að eftir gildistöku laga 19, 1991 sé svigrúm til að hraða afgreiðslu játningarmála hjá Ríkissaksóknara og ekki síður hjá rannsóknarlögreglu. Þótt afgreiðslutími játningarmála hjá Ríkissaksóknara hafi nokkuð lengst frá því sem hann var fyrir 1. júlí 1992 tel ég það ekki varanlegt ástand. Ég tel að með fullskipuðu liði hjá Ríkissaksóknara og aukinni reynslu og samhæfmgu starfsfóks Ríkissaksóknara og rannsóknarlögreglu sé ekki óraun- hæft að keppa að því að afgreiðsla játningarmála taki ekki lengri tíma hjá embættinu en hún tók fyrir gildistöku laga nr. 19, 1991. Æskilegt er að játningarmál standi að jafnaði ekki lengur við hjá Ríkissaksóknara en í 1-2 ntánuði. 33

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.