Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Síða 42

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Síða 42
Þetta á ekki síst við meðferð mála hjá lögreglu, þar sem öll mál hafa fengið að forminu til samskonar meðferð, þar sem allt byggist á formlegum fyrir- köllum og yfirheyrslum og í það fer mikill tími. Það var kannski ekki fyrr en með tilkomu ákvæðisins í 125. gr. laga nr. 19, 1991 um meðferð opinberra mála, um játningardóma, sem opnaðist leið fyrir sérstaka meðferð. Meginviðhorfið sem kemur fram í því ákvæði mætti yfirfæra á lögreglurannsóknina en nánar verður vikið að því síðar. Þær breytingar sem urðu á sl. ári við gildistöku nýrra réttarfarslaga hafa verið til góðs, sérstaklega hefur vel tekist til hjá dómstólunum. Það er einmitt sú breyting sem er sýnilegust utanfrá, þ.e. frá sjónarhóli þeirra sem standa utan þessa kerfis og fylgjast með málum og gangi þeirra í gegnum fjölmiðlana. Mál ganga nú hratt að lokinni lögreglurannsókn einkum hjá dómstólunum, en nýleg dæmi eru um að dómur hafi gengið í héraði aðeins nokkrum vikum eftir að lögreglurannsókn hófst. III. Það má skilgreina játningarmál svo, að það séu mál sem eru upplýst eins og það heitir við upphaf rannsóknar, annað hvort að brotamaður sé þekktur og hann jafnvel búinn að gangast við verknaði þegar kæra er lögð fram hjá lögreglu eða að kærði hafi játað skilmerkilega strax í upphafi rannsóknar og að játning hans sé í öllum atriðum í samræmi við kæruna og þau gögn sem fyrir liggja. Aðalatriðið er að sönnun sé tryggð og byggi ekki einvörðungu á játningu sakbornings. Þeim hluta starfs rannsóknara að upplýsa málið er þá í rauninni lokið og liggur ekki annað fyrir en að undirbúa málið fyrir dóms- meðferð eins og segir í áður tilvitnaðri 67. grein laga um meðferð opinberra mála um markmið rannsóknar. Játningarmál þurfa ekki að vera einhver smámál eingöngu, þótt oftast verði um hin einfaldari mál að ræða. Sem dæmi um mál sem gætu fengið hraðari meðferð má nefna þjófnaðarbrot og innbrotsþjófnaði þar sem brotamaður er staðinn að verki af lögreglu, svo og gripdeild, oft kallað búðarhnupl. Það má nefna minni háttar líkamsmeiðingar og jafnvel rán. Síðast en ekki síst skal nefnt skjalafals, þar sem menn eru að selja bönkum eða með öðrum hætti að koma í umferð skuldabréfum eða víxlum þar sem nafnritanir ábyrgðarmanna eru falsaðar. Algeng skjalafalsmál eru þau að skuldari hefur falsað nöfn ættingja eða vina sem ábyrgðarmanna á skuldabréf sem síðan er selt í banka. Fölsunin uppgötv- ast þegar skuldarinn greiðir ekki gjaldfallna afborgun og hinn meinti ábyrgðar- maður fær greiðsluáskorun frá bankanum en kannast ekki við að hafa skrifað á neitt skuldabréf. Skuldarinn gengst við verknaðinum, lofar að greiða þannig að innheimtuaðgerðum verði hætt gagnvart ábyrgðarmönnum, en getur ekki staðið við það loforð. Þá leitar hinn meinti ábyrgðarmaður til lögreglu og leggur fram kæru um skjalafals. Málið er þannig upplýst þegar kæran berst lögreglu og augljóst að ekki er þörf á mikilli rannsókn. Engu að síður hefur 36

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.