Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Síða 47
Ómar Smári Armannsson
er aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík
Ómar Smári Ámannsson:
HRAÐARI MEÐFERÐ JÁTNINGARMÁLA.
SJÁLFSÖGÐ KRAFA UM SKILVIRKNI
Höfundur flutti á dómsmálaþingi 12. nóvember 1993 erindi það sem hér er
birt.
Hér á eftir verður í stuttu máli reynt að lýsa löngum ferli þriggja afbrota-
manna. Saga þess fyrsta er saga manns sem nú er um tvítugt og hefur komið
við sögu afbrotamála frá tólf ára aldri, fyrst vegna hnupls, síðar vegna
skemmdarverka, bílþjófnaða, ölvunaraksturs, líkamsmeiðinga, sölu fíkniefna
og bruggs, þjófnaða og innbrota. Mál hans hafa verið tekin fyrir í törnum,
enda hefur hann á tímabilinu fengið ákærufrestun, skilorð og vægan dóm í
framhaldi af skilorðsrofi. Skömmu eftir að hann var látinn laus var hann hand-
tekinn á innbrotsstað. í framhaldi af handtökunni viðurkenndi hann tólf önnur
innbrot á aðeins tveimur dögum. Rannsóknarlögreglan gerði kröfu um síbrota-
gæslu, enda mátti telja víst að maðurinn myndi halda afbrotaferlinum áfram
að fenginni reynslu. Héraðsdómur féllst á kröfuna, en Hæstiréttur hafnaði
henni. Manninum var sleppt lausum. Daginn eftir var hann handtekinn á inn-
brotsstað og á honum fundust fíkniefni. Hann játaði verknaðinn og var sleppt
lausum. Samkvæmt lagaákvæði, hefð eða fyrirmælum þýðir ekkert að gefa út
ákæru á manninn nema hann láti af afbrotaháttsemi sinni. Þóknist honum það,
eða honum verði með einhverjum ráðum komið í vímuefnameðferð, verður
gefin út ákæra á eitthvert eða einhver brotanna, en afganginn, bróðurpartinn,
fær hann væntanlega í hlutfallslegan afslátt. Þangað til gengur hann laus og
fær enn tækifæri til þess að fremja enn fleiri afbrot.
Þessi tvítugi maður hefur aðeins einu sinni á löngum afbrotaferli þurft að
afplána stuttan dóm þrátt fyrir að hafa verið á fullu í afbrotum svo til óslitið
frá tólf ára aldri. Að vísu reyndu bamavemdaryfirvöld af veikum mætti að
41