Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Qupperneq 48

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Qupperneq 48
sinna honum framan af, en síðan tók svo óskilvirkt kerfi við að honum hefur tekist að komast upp með að valda ótölulegum fjölda fólks ómældu tjóni og miska. Maðurinn veit nákvæmlega hvernig kerfið virkar og hann hlær þegar lögreglumenn reyna að sýna honum fram á alvöru mála. Ætla mætti því að kerfið hafi verið sniðið að þörfum þessa manns fremur en að það beri hag almennings fyrir brjósti. Það var fyrst í sumar að sett var á fót lokað vistunar- heimili fyrir unga afkastamikla afbrotamenn, en það var m.a. gert að kröfu lögreglu. Onnur sagan er unt mann á þrítugsaldri. Hann var handtekinn af herlög- reglunni á Keflavtkurflugvelli eftir innbrot. Þegar maðurinn var afhentur ís- lensku lögreglunni kom í ljós að hann átti langan afbrotaferil að baki, m.a. allnokkur innbrot, þjófnaði og meðhöndlun fíkniefna. Hann fjármagnaði neyslu fíkniefna með auðgunarbrotum. Herlögreglunni til mikillar undrunar var mann- inum sleppt að yfirheyrslu lokinni því að hann játaði innbrotið og munaði ekkert um það í leiðinni að játa nokkur innbrot önnur á Vellinum og í Keflavík skömmu áður. Herlögreglan varð enn meira undrandi þegar hún þurfti að handtaka manninn nokkrum dögum síðar á innbrotsstað í vöruskemmu á Vellinum og má segja að andlitið hafi dottið af lögreglumönnunum þegar honum var síðan sleppt að lokinni þeirri yfirheyrslu hjá íslensku lögreglunni. Svarið var að mál hans fengi venjubundna afgreiðslu. Það þýddi ekkert að biðja um gæsluvistun. Þessi maður gekk enn laus þegar síðast var vitað. Er nokkuð undarlegt þó reynt sé að vekja athygli ráðamanna á þeirri nauðsyn að skilvirkja þurfi ferlið Afbrot - lögregla - rannsókn - ákæra - dómsmeðferð - dómur - viðurlög. Fólk, sem staðið er að verki við að fremja afbrot, eða afbrot sannast á, þarf að eiga þess kost að kynnast afleiðingunum í sem bein- ustu framhaldi af gerðum sínum. Líkur eru á að síbrotamaður, sem er dæmdur löngu seinna fyrir afbrot sem hann er að mestu búinn að gleyma, beini fremur reiði sinni að kerfínu og stjómvöldum en sjálfum sér. Það gerir hann hins vegar mun síður ef ferlið er samfellt og hann fær tækifæri til þess að skynja fyrir hvaða verknað hann er dæmdur. Hugtakið síbrotamaður, eins algengt og það er, verður til í kerfi sem virkar illa í tilvikum síbrotamanna. Því er hægt að útrýma að mestu með skilvirku ferli einstakra mála. Hvert einstakt mál hvers einstaks afbrotamanns á að taka fyrir sem slíkt, rannsaka, gefa út ákæru, dæma og viðkomandi á að fá tækifæri til þess að taka út viðurlög í beinu framhaldi af því. Þeir sem endurtekið koma við sögu afbrotamála eiga að fá flýtimeðferð í kerfinu. Þeir eru með endurteknum afbrotum að biðja um sérstaka afgreiðslu sinna mála og það á að láta það eftir þeim. Þriðja sagan er um ungan sakhæfan pilt er braust inn að næturlagi í sölutum í janúarmánuði á síðasta ári. Hann var handtekinn skömmu síðar og játaði brot sitt. Pilturinn hafði nokkrum sinnum áður verið staðinn að innbrotum. í ágústmánuði sama ár var gefin út ákæra á hendur piltinum. Mánuði seinna var kveðinn upp vægur dómur. I millitíðinni hafði pilturinn fimm sinnum verið staðinn að innbrotum. Þegar dómur var kveðinn upp mundi hann lítið 42
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.