Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Side 56

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Side 56
Verktakaréttur Anna Margrét Ólafsdóttir: Ábyrgð verktaka vegna galla á verki. Matthías Geir Pálsson: Unt útboð á verkum, vöruni og þjónustu. Sveinn Guðmundsson: Réttaráhrif óvæntra og óviðráðanlegra atvika í verktakarétti. Vinnumarkaðsréttur Ragnar Ámason: Atvinnuleysistryggingar. Pjóðaréttur Baldvin Björn Haraldsson: Fjórfrelsið í samningnum um EES með sérstöku tilliti til íslensks iðnaðar. Guðrún Sigtryggsdóttir: Lögfesting ákvæða mannréttinda- samninga í íslenskum rétti. 3. NÝ NÁMSSKIPAN í LAGADEILD. Gerð var allnokkur breyting á námsskipan í lagadeild með reglugerð nr. 102 11. desember 1992 um breytingu á þágildandi reglugerð Háskóla Islands, sbr. nú reglugerð fyrir Háskóla íslands nr. 98/1993. Breytingar þessar höfðu verið ítarlega ræddar í námsnefnd deildarinnar þar sem samstaða náðist um þær og voru þær samþykktar samhljóða á fundi lagadeildar þar sem fulltrúar stúdenta eiga sæti. Meginbreytingamar eru þær að hið hefðbundna lögfræðinám hefur verið stytt í 3 ár. í næstu tvö ár leggja nemendur stund á kjörgreinar, í stað eins árs áður, og hefur kjörgreinum því verið mjög fjölgað við deildina og val aukið. Áfangapróf eru afnumin. Námið skiptist í fjóra hluta og er fyrsta annað og þriðja árið hver sérstakur hluti, og síðustu tvö árin mynda fjórða hluta. Stúdent verður að hafa lokið prófi í öllum greinum ársins (hlutans) áður en hann getur hafið próf á næsta námsári. Próf fara fram að vori (nema í almennri lögfræði) og aðeins endur- tekningapróf að hausti. Kennslugreinar fyrsta hluta eru þrjár: Alrnenn lögfræði ásamt ágripi af réttarsögu, samningaréttur og stjórnskipunarréttur ásamt ágripi af þjóðarétti. Kennsla í almennri lögfræði ásamt ágripi af réttarsögu fer fram á haustmisseri, en í öðrunt greinunt hlutans á vonnisseri. Kennslugreinar í öðrum hluta eru fjórar: Eignaréttur, sifja- og erfðaréttur, skaðabótaréttur og stjórnsýsluréttur. Kennsla í þeim fer fram samfellt á haust- og vomtisseri. Kennslugreinar í þriðja hluta eru þrjár: Kröfuréttur, refsiréttur og réttarfar. Kennsla í þeim fer frant samfellt á haust- og vonnisseri. 50

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.