Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Síða 7
TÍMARIT
• •
LOCFRÆÐINGA
1.HEFTI 48. ÁRGANGUR FEBRÚAR 1998
Sigurmar K. Albertsson:
FORRÆÐISHYGGJA OG SJÁLFSTÆÐI
Frumvarp til laga um lögmenn er nú til meðferðar á Alþingi. Gildandi lög eru
að stofni til frá 1942 og auðvitað ófullkomin um margt þó svo þau hafi dugað
allvel í tæpa sex áratugi.
I frumvarpinu eru mörg nýmæli sem skipta lögmannastéttina miklu. Sum eru
til bóta en í öðrum er um grundvallarbreytingar að ræða, breytingar sem lög-
menn eru mjög ósáttir við.
Helstu nýmælin eru að lögmönnum er ekki lengur skylt að eiga aðild að Lög-
mannafélagi Islands, nýjar reglur eru um öflun málflutningsréttinda fyrir hér-
aðsdómi, reglum um öflun málflutningsréttinda fyrir Hæstarétti er breytt og þær
raunar að hluta þyngdar, afnuminn er réttur sem hefur fylgt „fjörutíumála flutn-
ingi“ í héraði, einkaréttur til málflutningsstarfa er óbreyttur en réttur skyld-
menna til málflutningsstarfa fyrir ættmenni sín er afnuminn, lögmenn geta
stofnað félög um rekstur sinn og mætti áfram lengi telja.
Mestu breytingar frá núverandi fyrirkomulagi eru fólgnar í þeim ákvæðum
frumvarpsins er lúta að því hver eigi að hafa forræðið í málefnum lögmanna. í
frumvarpi til laga um lögmenn er ráðherra og ráðuneyti dómsmála nefnt þrjátíu-
ogfjórum sinnum. Ráðherra hefur allt vald um veitingu málflutningsréttinda og
getur tekið þau til baka, hann veitir undanþágur, metur hvort opinbert starf varði
réttindamissi, hann hefur eftirlit með fjárreiðum lögmanna og setur reglur um
fjárvörslur, ræður yfir reglum um ábyrgðartryggingar, hann athugar heilsufar
lögmanna ef þeir þurfa að loka stofum vegna heilsubrests, hann útvegar próf-
nefndir vegna umsókna um héraðsdómslögmannsréttindi og auðvitað ákveður
hann gjaldskrá fyrir öll þessi viðvik. Ráðherrann þarf líka að staðfesta siða-
reglur sem lögmenn skulu setja sér og síðast en ekki síst og sem raunar er verst
1