Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Side 10

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Side 10
Gunnar M. Guðmundsson fv. hœstaréttardómari MINNING Gunnar M. Guðmundsson fv. hæstaréttardómari Gunnar M. Guðmundsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, lést 23. apríl 1997 á heimili sínu í Reykjavík eftir nokkurra mánaða veikindi. Hann var fæddur 12. febrúar 1928, sonur Magdalenu Helgu Runólfsdóttur og Guðmundar H. Guð- mundssonar, húsgagnasmíðameistara og borgarfulltrúa. Gunnar varð stúdent 1948 og lauk lagaprófi 1954. Hann kvæntist Guðbjörgu Pálmadóttur frá Akur- eyri 1956 og eru böm þeirra þrjú, Hörður trésmiður, Bragi lögfræðingur, sem kvæntur er Herdísi Þorgeirsdóttur og Anna Guðrún hjúkrunarfræðingur. Maður hennar er Ragnar Danielsen. Bamabömin em fimm. Haustið 1954 hóf Gunnar störf sem fulltrúi borgardómarans í Reykjavík, Einars Amalds. Skipan dómstólanna í Reykjavík var þá önnur en nú er og fékkst borgardómaraembættið nær eingöngu við einkamál. Þar var þá aðeins einn borgardómari, en hjá honum störfuðu margir fulltrúar. Gunnar fékk vanda- söm mál til meðferðar. Hann vann að því að semja dóma í skaðabótamálum, aðallega málum um líkamstjón. Reglumar um bætur í þessum málum byggðust þá á fordæmum í eldri dómsmálum. Örorka var metin af lækni og tjónið reiknað af tryggingarstærðfræðingi á grundvelli tekna tjónþola fyrir slysið svo og aldurs hans og annars, sem talið var að þýðingu hefði og um höfðu skapast nokkum veginn ljósar reglur. Það kom í hlut dómarans að meta fram komin gögn, ákveða hvort annar aðili ætti að bera tjón hins slasaða vegna sakar eða reglna um bætur án sakar og loks að tilgreina bótafjárhæðina endanlega. Meðferð dómsmála á þessu sviði var þá og er enn ábyrgðarstarf, þar sem mikilvægir fjár- hagslegir hagsmunir geta verið í húfi og þar sem réttlætiskennd manna kemur 4

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.