Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Side 11

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Side 11
ósjaldan við sögu. Gunnar leysti þessi störf af hendi með öryggi og af ná- kvæmni og naut af því trausts þeirra, sem til þekktu og við þessi mál komu. Lýsingar í dómum hans á atvikum og sérstaklega aðstæðum á slysstað voru ná- kvæmar og mjög vandaðar. Gunnar undi ekki hag sínum nema sæmilega við dómstörf, þegar árin liðu. Fór svo, að hann samdi um félagsskap við lögmann, sem rak stóra og vel metna fasteignasölu, Vagn E. Jónsson, og hóf störf með honum 1960. Samvinna þeirra stóð í 11 ár, en frá 1972-1991 rak Gunnar sína eigin lögmannsstofu. A þeim ár- um, er þeir Vagn höfðu samstarf, vann Gunnar bæði að gerð samninga um sölu fasteigna og að almennum málflutningi. Svo sem var alla hans lögmannstíð gætti hann hagsmuna einstaklinga og stofnana fyrir dómstólunum, þar á meðal í málum, sem á sínum tíma vöktu að verðleikum athygli alls almennings. Vegna reynslu hans og þekkingar var sóst eftir aðstoð hans, þar sem vandi kom upp. Hann tók að sér ráðunautsstörf fyrir Samvinnutryggingar. Fór til þess, þegar frá leið, verulegur hluti tíma hans. Ýmis umsýsla á sviði vátrygginga tengdist þessu ráðunautsstarfi. Gunnar sinnti fleiru, m.a. háskólakennslu um skeið. Hann var settur dómari í Hæstarétti í tæp þrjú misseri á árunum 1989-1991. Um mitt það ár var hann skipaður hæstaréttardómari. Hann fékk lausn frá embætti haustið 1994. Tvö atriði í einkalífi Gunnars verða nefnd hér, enda voru þau uppspretta ánægju fyrir vini þeirra hjóna, Gunnars og Guðbjargar. Hið fyrra er sú áhersla sem þau lögðu á ræktun heimilis síns. Flestum öðrum hefði þótt endanleg lausn fengin á húsnæðismálunum þegar þau byggðu hús við Einimel fyrir rúmlega 30 árum. Þó komu þau við á Reynimelnum, áður en þau keyptu hús við Sjafnar- götu. Þá töldu þau loks það fundið, sem eftir hafði verið leitað. Hið síðara er, að á heimili þeirra var óvenjugott málverkasafn. Létu þau reyndar ekki við það sitja að viða að sér verkum í það safn. Gunnar tók að sér eignaumsýslu fyrir að minnsta kosti tvo landskunna listmálara, kom fjármálum þeirra í viðunandi horf og sá um, að þeir notuðu fjármuni sína til íbúðakaupa og seldu verk sín fyrir hæfilegt verð. Um skeið voru myndir úr safni Guðbjargar og Gunnars í húsi Hæstaréttar þeim til ánægju, sem þar störfuðu eða þangað áttu erindi. Sá sem þessar línur setur á blað þekkti Gunnar M. Guðmundsson í rúmlega hálfa öld og átti við ýmis tækifæri við hann mikil samskipti. Sumt var það um lög og rétt, annað um persónusögu og ættir manna. Minnist ég góðs vinar með söknuði og svo gera margir aðrir. Þór Vilhjálmsson 5

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.