Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Qupperneq 14

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Qupperneq 14
að ekki sé nóg að skoða hið formlega jafnrétti, jafnrétti í reynd sé það sem skipti máli. Þessa sér stað í kvennasamningi S.þ. þar sem m.a. í 2. gr. er talað um „raunverulegt jafnrétti“. Sjónarmið efnislegs jafnréttis hafa verið ríkjandi í kvennarétti undanfama tvo áratugi, a.m.k. í Evrópu og Ameríku enda þótt fræðimenn deili um inntak og forsendur þessa hugtaks. Kenningar um efnislegt jafnrétti hafa m.a. undirstrikað að eitt er lagaleg staða og annað er raunveruleg staða. Staðreyndir sem blasa alls staðar við okkur í samfélaginu sýna að formlegt jafnrétti eða jafnrétti að lögum er engin trygging fyrir raunverulegu jafnrétti. Má þar t.d. nefna hinn mikla launamun kynjanna á íslandi sem staðfestur var með afgerandi hætti með könnun Jafnréttisráðs og Félagsvísindastofnunar H.I., sem út kom árið 1995.4 Samkvæmt íslenskum jafnréttislögum sem og EES-samningnum er konum tryggður réttur til jafnra launa á við karla fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf. Þrátt fyrir hið formlega jafnrétti, sem samkvæmt þessum heimildum ríkir hér á landi, sýndi umrædd launakönnun að þegar frá höfðu verið teknir ýmsir þættir sem hækka laun svo sem meiri vinna og lengri starfsaldur þá sat eftir umtalsverður launamunur sem ekki var skýrður með neinu öðru en kynferði. Hvað þetta varðar ríkir sem sagt formlegt jafnrétti en ekki raunverulegt jafnrétti. Innan kvennaréttar hefur farið fram nokkur umræða um það hvort sérstakir kvennasamningar séu auknum kvenréttindum til framdráttar eða ekki. Ýmsir hafa bent á að kvennasamningurinn hafi mun veikara orðalag en aðrir alþjóð- legir mannréttindasamningar og að hann endurspegli einungis undirokun kvenna. Aðrir hafa talið nauðsynlegt að taka réttindi kvenna sérstaklega til um- fjöllunar í sérstökum samningi og undirstrika þannig þetta vandamál. Á það ber hins vegar að líta við mat á gagnsemi samningsins að þrátt fyrir að alþjóðlegir mannréttindasamningar, sem gilda fyrir konur jafnt sem karla, hafi verið til í áratugi hafa þeir ekki reynst áhrifamikið tæki í baráttu fyrir bættri stöðu kvenna. Hverju þar er um að kenna er ekki gott að segja en bent hefur verið á m.a. að karlar séu og einkum hafi verið allsráðandi í mannréttindaumræðunni og innan mannréttindastofnana og því hafi sjónarmiða kvenna ekki gætt þar sem skyldi.5 I umræðunni um réttmæti kvennasamningsins er þó mikilvægt að líta ekki á hann sem einhvers konar „sérsamning fyrir minnihlutahóp“. Konur eru a.m.k. helmingur mannkyns og það misrétti sem þær verða fyrir á grundvelli kynferðis síns er ekkert „annars flokks misrétti“ sem ekki er vert að taka sérstáklega á. Gildi kvennasamningsins er fyrst og fremst fólgið í því að hann tekur sérstak- lega á því misrétti sem konur um allan heim búa við kynferðis síns vegna, dreg- ur það fram í dagsljósið, viðurkennir það sem vandamál og leggur ýmsar skyld- ur á aðildarríkin til að bæta þar úr. 4 Jafnréttisráð og Félagsvísindastofnun: Launamyndun og kynbundinn launamunur. Reykjavík 1995. 5 Sjá m.a. Thune, Gro Hillestad: Kvinner og menneskerettigheter. Mennesker og rettigheter nr. 2/1994. 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.