Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Side 29

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Side 29
munun gagnvart konum“ (sjá hér að framan) og bent á að skv. 2. gr. lið c takist að- ildarríkin á hendur: að koma á lagavernd á réttindum kvenna á grundvelli jafnréttis við karla og að tryggja fyrir lögbærum dómstólum landsins og hjá öðrum opinberum stofnunum raunverulega vernd til handa konum gegn hvers konar misrétti og skv. lið f: að gera allar viðeigandi ráðstafanir, þ.á m. með lagasetningu, til þess að breyta eða afnema gildandi lög, reglu- gerðir, venjur og starfshætti sem fela í sér mismunun gagnvart konum. Samkvæmt 9. gr., 1. mgr. samningsins skuli aðildarríkin: veita konum sömu réttindi og körlum til þess að öðlast, breyta eða halda þjóðerni sínu. Þau skulu ábyrgjast sérstaklega að hvorki erlendur eiginmaður, né breyting á þjóðerni eiginmannsins meðan á hjónabandinu stendur, breyti sjálfkrafa þjóðerni eiginkonunnar, geri hana ríkisfangslausa né þröngvi þjóðerni eiginmannsins upp á hana. I 2. mgr. 9. gr. segi að aðildarríkin skuli veita konum sömu réttindi og körlum varðandi þjóðerni barna þeirra. Dómsmálaráðuneytið hafi upplýst að auk birtingar í Stjómartíðindum hafi fyrmefndur frestur verið auglýstur í dagblöðum hérlendis. Um frekari kynningu muni ekki hafa verið að ræða. Kæmnefnd taldi eins og hér háttaði til hefði verið eðlilegt að kynna þessi ákvæði betur, einkum með tilliti til þess að líklegt hafi verið að stór hluti þeirra sem fresturinn varðaði hafi verið búsettur erlendis. Þá segir að samkvæmt núgildandi lögum um ríkisborgararétt sé enginn grein- armunur gerður á réttindum bama giftra foreldra eftir kynferði foreldranna. Sá munur sem hafi verið samkvæmt eldri lögum hafi verið afnuminn með lögum 49/1982 og bömum sem áður höfðu sætt misrétti vegna kynferðis mæðra sinna gefinn kostur á að verða íslenskir ríkisborgarar að því tilskildu að mæður þeirra tilkynntu það til dómsmálaráðuneytis. Því hafi það misrétti sem fólst í eldri lög- um verið leiðrétt að hluta til. Eigi að síður njóti böm mæðra, sem giftar voru erlendum ríkisborgumm, ekki enn sama réttar og böm feðra sem kvæntir vom erlendum ríkisborgurum, hafi móðir þeirra ekki sent dómsmálaráðuneytinu um- rædda tilkynningu. Þá vekur kærunefnd athygli á því að böm þau sem um ræðir hafi sjálf enga möguleika haft á að gæta réttar síns hvað þetta varði. Það var því álit kærunefndar jafnréttismála að þessi lagabreyting hefði ekki leiðrétt að fullu þann mun sem var á réttarstöðu bama á grundvelli kynferðis foreldra þeirra. Nefndin taldi bráðabirgðaákvæði 10. gr. 1. 49/1982 ekki í samræmi við jafnréttislög og að það hefði ekki með öllu uppfyllt þær skyldur sem íslenska ríkið hafi tekið á sig með undirritun og fullgildingu sáttmála Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum, einkum 1. gr., 1. og 2. mgr. 9. gr. og f lið 2. gr. Kærunefnd jafnréttismála beindi í álitsgerð sinni þeim tilmælum til dóms- málaráðuneytisins að það beitti sér fyrir lagabreytingu sem leiðrétti þann mun sem væri á réttarstöðu umræddra bama eftir kynferði hins íslenska foreldris. Þegar þetta er skrifað er ekki enn ljóst hver viðbrögð stjómvalda verða við niðurstöðu kæmnefndar í máli þessu en athyglisvert verður að fylgjast með því. Enda þótt aðeins einu sinni hafi svo vitað sé reynt á kvennasamninginn í 23

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.