Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 30

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 30
íslenskum rétti hafa þó ýmis dómsmál fjallað um þau réttindi sem tryggð eru í samningnum án þess þó að þau hafi verið tengd við hann og velta má því fyrir sér hvort það hefði haft einhver áhrif á niðurstöðu þessara mála ef dómarar eða lögmenn hefðu notað samninginn. Eins og fram kemur hér að framan er sérstaklega tekið fram í kvennasamn- ingnum að konur skuli ekki gjalda bamsfæðingarhlutverks síns. Hér um mjög mikilvægt hagsmunamál fyrir konur að ræða því lengst af hefur barnsfæðingar- hlutverkið verið þeim ein helsta fyrirstaðan á veginum til jafnréttis. Islendingar hafa með lögum gert ýmsar ráðstafanir til að vemda konur gegn misrétti að þessu leyti. Auk almennra ákvæða stjómarskrár og jafnréttislaga segir í 7. gr. laga nr. 57/1987 um fæðingarorlof að óheimilt sé að segja bamshafandi konu upp starfi nema gildar ástæður séu fyrir hendi. Sama gildi um foreldri í fæðing- arorlofi. Samkvæmt ákvæðinu er vinnuveitandi sem brýtur þetta ákvæði bóta- skyldur. í fljótu bragði virðist það því nokkuð vel tryggt samkvæmt íslenskum lögum að konur skuli ekki gjalda bamsfæðingarhlutverks síns. Hér eins og víða annars staðar er ákveðið svigrúm til mats, m.a. þarf að taka afstöðu til þess hvað séu gildar ástæður. í dómi Hæstaréttar frá 28. mars 1996 í máli nr. 229/1995 var fjallað um þetta álitaefni og gefur það mál sérstakt tilefni til að velta fyrir sér mismunandi túlkunum. Mál þetta snerist um bamshafandi konu. I júlí 1992 var konan ráðin sem blaðamaður Dags á Sauðárkróki auk þess sem hún annaðist umboðsskrifstofu blaðsins á staðnum og var eini starfsmaður útibúsins. Um vorið 1993 skýrði hún ritstjóra blaðsins frá því að hún væri bamshafandi og ræddu þau fyrirhugað fæðingarorlof hennar og tilkynnti hún skömmu síðar að hún hygðist taka fæð- ingarorlof frá og með 1. desember það ár. Með bréfi dags. 31. ágúst 1993 var henni sagt upp störfum og skyldi hún láta af störfum sama dag og hún hugðist hefja fæðingarorlof sitt. Ástæður uppsagnarinnar voru samkvæmt bréfinu að stjóm félagsins hefði ákveðið að loka útibúinu vegna rekstrarörðugleika. Konan sneri sér til kærunefndar jafnréttismála og hélt því fram að ástæða uppsagnarinnar hefði verið þungunin enda hefði uppsögnin iniðast við þann dag er hún skyldi hefja töku fæðingarorlofs. Konan vísaði til jafnréttislaga og 7. gr. laga um fæðingarorlof en í henni felist sérstök vemdarregla vegna þeirrar líffræðilegu staðreyndar að það séu konur sem gangi með börn og geti af þeim sökum þurft að vera frá vinnu. Konan vitnaði m.a. til danskrar dómafram- kvæmdar þar sem samdráttur og rekstrarerfiðleikar hefðu ekki talist gildar ástæður fyrir uppsögn bamshafandi konu en dönsku jafnréttislögin hefðu að geyma sambærilegt ákvæði og 7. gr. fæðingarorlofslaga. Af hálfu fyrirtækisins var lögð áhersla á að uppsögn konunnar tengdist ekki á neinn hátt fyrirhuguðu fæðingarorlofi hennar heldur hafi ákvörðunin verið byggð á hreinu rekstrarlegu mati og skrifstofan á Sauðárkróki hafi aldrei staðið undir sér. Auk þess sé það almenn regla íslensks réttar að atvinnurekandi geti sagt starfsmanni upp án þess að rökstyðja uppsögnina og beri að túlka undan- tekningar frá þessari meginreglu þröngt. 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.