Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Side 38

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Side 38
réttindi í 32. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, hafi í öllu tilliti sömu merkingu og hugtökin eign og eignarréttur í 72. gr. stjómarskrárinnar. Má reyndar strax fullyrða, að merking hugtakanna sé ólfk, því að hugtökin eign og eignarréttur í tilvitnuðu ákvæði stjómarskrárinnar hafa mun víðtækari merkingu en sömu hugtök í þeim tveimur lagaákvæðum, sem hér var vitnað til, þ.e. í fiskveiðistjórnunarlögunum og skattalögunum. I þessu felst í hnotskum, að jafnvel þótt tiltekin réttindi teljist eign eða eignarréttindi í skilningi laganna A, er ekki sjálfgefið að það eitt skeri úr um stöðu réttindanna að öðra leyti, t.d. samkvæmt lögunum B. Slíkt verður að meta í hverju tilviki, sem á reynir. 2.2 Neikvæðar og jákvæðar skilgreiningar Hugtakið eignarréttur hefur almennt verið skilgreint svo í síðari tíma lög- fræði, að um sé að ræða einkarétt ákveðins aðila, eigandans, til þess að ráða yfir tilteknu verðmæti, innan þeirra marka, sem þessum rétti eru sett í lögum og af takmörkuðum (óbeinum) eignarréttindum annarra manna, sem stofnað hefur verið til yfir verðmætinu. Hér er um að ræða neikvæða skilgreiningu, þ.e. hún tilgreinir ekki með upptalningu, hverjar heimildir eigandinn hefur yfir verð- mætinu, heldur er gengið út frá því, að eigandinn njóti allra heimilda nema þeirra, sem eru með beinum hætti undanskildar eignarráðum hans, hvort heldur sem það hefur gerst með lögum eða samningi. Astæða þess, að menn vilja í seinni tíð fremur styðjast við neikvæða skil- greiningu á eignarréttarhugtakinu er sú, að jákvæð skilgreining, þ.e. skilgrein- ing þar sem taldar eru upp allar heimildir eiganda, sem í eignarrétti geta falist, yrði of viðamikil og að líkindum aldrei tæmandi og því ófullkomin. Ber að hafa í huga, að yfirleitt er við það miðað í þessu sambandi, að heimildir eiganda séu fyrir hendi, ef færi gefst til nýtingar og ráðstafana með nýjum hætti, og að heimildimar víkka að sama skapi og takmarkanir falla niður. Þannig má sem dærni nefna, að þegar lög falla úr gildi, sem hafa takmarkað nýtingar- eða ráðstöfunarrétt eigandans með einhverjum hætti, víkkar réttur eigandans að sama skapi, enda komi ekki nýjar takmarkanir í stað hinna fyrri. 2.3 Þýðingarmestu heimildirnar Það, sem að framan segir um kosti og galla neikvæðra og jákvæðra skilgrein- inga á eignarréttarhugtakinu, breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd, að almennt eru menn sammála um, hverjar séu mikilvægustu heimildimar, sem eignarrétt- urinn veitir eigandanum. Þær eru einkum taldar felast í eftirfarandi: 1. Rétti til þess að ráða yfir eign (umráðaréttur eiganda). 2. Rétti til þess að hagnýta eign (hagnýtingarréttur). 3. Rétti til þess að ráðstafa eign með löggemingi, t.d. framsali (ráðstöfunar- réttur). 4. Rétti til þess að nota eign sem grundvöll lánstrausts (réttur til að veðsetja eign). 32

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.