Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Síða 56

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Síða 56
í sambandi við umræðuna um hugsanlegan eignarrétt íslenska ríkisins á haf- svæðunum við ísland og nytjastofnum þar verður að hafa í huga, að eignarréttur ríkisins að slíkum verðmætum getur aldrei orðið alveg eins og venjulegur ein- staklingseignarréttur. í fyrsta lagi hlyti rétturinn ávallt að takmarkast af skuld- bindingum, sem Islendingar hafa undirgengist á alþjóðavettvangi; í öðru lagi myndi hann takmarkast af ákvæðum löggjafar, sem þegar hefur verið sett um þessi svæði og nýtingu þeirra, og í þriðja lagi myndi sá réttur takmarkast af rétt- indum einstakra manna, sem fyrir eru og hagnýta sér þessi verðmæti. 7.2 Almenn markmiðsyfirlýsing En fyrst svo er, að hafsvæðin við Island og fiskistofnamir þar geta ekki verið undirorpnir einstaklingseignarrétti, hvorki einstaklinga né þjóðarinnar sem slíkrar, er eðlilegt að spurt sé, hver er þá raunveruleg merking þeirra orða 1. gr. laganna um stjórnun fiskveiða, að nytjastofnar á íslandsmiðum séu sameign ís- lensku þjóðarinnar? Nærlægast er að telja, að þessi ummæli feli í sér almenna markmiðsyfirlýs- ingu og jafnframt áréttingu hinnar fomu reglu Grágásar og Jónsbókar um heimildir manna til veiða í hafalmenningum við Island innan þeirra takmarka, sem löggjafinn ákvarðar hverju sinni á grundvelli valdheimilda þeirra, sem hon- um em fengnar í hendur. Þessa túlkun á hinu tilvitnaða orðalagi má m.a. styðja við þær almennu athugasemdir, sem fylgdu frumvarpi til fiskveiðistjómunarlag- anna og fram koma í athugasemdum við 1. gr. frumvarpsins. Þar segir m.a. svo: Fiskistofnamir við ísland era helsta auðlind íslensku þjóðarinnar. Lífskjör þjóðar- innar ráðast að miklu leyti af því, hvemig til tekst um nýtingu þeirra. Með frumvarpi þessu er að því stefnt að setja almennar leikreglur um fyrirkomulag fiskveiða, er stuðli að sem mestum afrakstri úr þessari takmörkuðu auðlind. Nytjastofnar á íslandsmiðum eru langmikilvægasta auðlind íslensku þjóðarinnar og forsenda fyrir þróun íslensks efnahagslífs og íslensks samfélags, sem orðið hefur á þessari öld. Það hefur kostað íslendinga mikla baráttu að ná forræði yfir þessari auð- lind. Með fyrsta málslið greinarinnar er minnt á mikilvægi þess að varðveita fullt for- ræði íslendinga yfir henni. Jafnframt felst í þessu sú sjálfsagða stefnumörkun, að markmiðið með stjóm fiskveiða er að nýta fiskistofnana til hagsbóta fyrir þjóðar- heildina . . . Það verður að vera ákvörðunarefni löggjafans á hverjum tíma, hvaða skipulag teljist best henta til að nýta þessa sameign þjóðarinnar með hagsmuni þjóð- arheildarinnar að leiðarljósi Með því móti einu að tryggja hámarksafrakstur nytjastofnanna til langs tíma með lágmarkstilkostnaði, er unnt að skapa traustar forsendur fyrir atvinnu og byggð í landinu.24 í framangreindu felst, að með setningu laga um nýtingu þeirrar auðlindar, sem fiskistofnarnir við landið eru, kemur ríkisvaldið fram sem vörslumaður 24 Alþt. 1989-1990, A, þskj. 609, bls. 2547. 50
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.