Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Side 62

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Side 62
Telja verður, að við lagasetningu, sem snertir atvinnufrelsi og atvinnuréttindi manna, geti löggjafinn ekki skipað þessum málum algerlega að vild sinni. Hann verður að taka tillit til hefðar í þeim skilningi að virða að ákveðnu marki réttindi þeirra, sem fiskveiðar hafa stundað. Hefur það eins og fram er komið verið gert í reynd í þeim lögum, sem sett hafa verið undanfarin ár um stjórn fiskveiða. Eigi að síður rísa mörg álitaefni uin það, hvemig á vemd þessara at- vinnuréttinda kann að reyna. Ljóst er, að til skerðingar slíkra atvinnuréttinda þarf skýra lagaheimild og duga reglugerðarheimildir ekki. Sjá til athugunar H 1988 1532 (leigubifreiðar- stjóri), H 1996 2956 (Samherji) og H 1996 3002 (Fosshólar) Þá verða einstakir menn ekki teknir út úr og sviptir réttindum sínum, nema með því að taka þau eignamámi og greiða bætur fyrir. Sjá til athugunar varðandi kvótakerfi í landbúnaði H 1996 3002 (Fosshólar). I því máli taldi bóndi einn, að óheimilt hefði verið að svipta sig bótalaust sérskráðum full- virðisrétti hans. Var á það fallist með bóndanum og honum dæmdar bætur, þar sem hann hefði við þá skerðingu ekki að lögum eða í framkvæmd þeirra notið jafnræðis á við aðra. í dóminum em rakin ákvæði laga um stjómun búvömfram- leiðslu, en síðan segir: Með framangreindum lagaákvæðum var löggjafinn að hlutast til um atvinnuréttindi bænda ... Samkvæmt grunnreglum 67. og 69. gr. stjómarskrárinnar, sem þá giltu um eignarrétt og atvinnufrelsi, urðu þau réttindi ekki síðar felld niður nema með heimild í settum lögum og þar ekki takmörkuð nema samkvæmt almennri reglu, þar sem jafn- ræðis væri gætt. Ekki verður fallist á, að stjómvöld geti farið með þetta vald nema að fenginni ótvíræðri heimild almenna löggjafans . . . Gagnstæð niðurstaða varð hins vegar í H 1997, 9. október í málinu nr. 42/1997, Guðmundur Sigurðsson gegn íslenska ríkinu. Þar taldi bóndi, að til- tekin skerðing búmarks, sem hann sætti, hefði verið óheimil. Byggði hann á því, að reglugerðir þær, sem skerðingin byggðist á, hefðu ekki átt stoð í lögum, um óheimilt framsal á lagasetningarvaldi hefði verið að ræða og jafnræðisregla stjómarskrárinnar hefði verið brotin. Bótakröfu bóndans var hafnað, og í dóm- inum segir m.a. svo: Áfrýjandi byggir á því, að með úthlutun búmarks hafi hann eignast ákveðin réttindi, sem njóti vemdar 67. gr. og 68. gr. stjórnarskrár . . . Búmarki var ekki úthlutað sem framleiðslurétti heldur var það eingöngu viðmiðunartala, sem skerðing á afurðaverði reiknaðist frá. Engu að síður skapaðist með því takmarkaður réttur til handa fram- leiðendum búvara, sem gat haft fjárhagslega þýðingu fyrir þá. Slík réttindi verða ekki skert nema með heimild í lögum, þar sem jafnræðis sé gætt. . . Er fallist á það með héraðsdómi, að í VI. kafla laga nr. 46/1985 hafi verið settur löggjafarrammi um það, hvernig ákvarða skyldi rétt hvers einstaks framleiðanda, sem nánar var afmarkaður í framangreindum reglugerðum, og að ekki hafi verið farið út fyrir þau mörk, sem lög- gjafinn hafði sett. Gat áfrýjandi ekki vænst þess, að tímabil og aðrar viðmiðanir yrðu 56

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.