Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Page 66

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Page 66
Sigríður Ingvarsdóttir er héraðsdómari í Reykjavík Sigríður Ingvarsdóttir: HVAÐA ÞÝÐINGU HAFA DNA-RANNSÓKNIR FYRIR REKSTUR OG ÚRLAUSNIR DÓMSMÁLA1 EFNISYFIRLIT 1. INNGANGUR 2. DNA-RANNSÓKNIR 3. HVERJAR ERU TAKMARKANIR DNA-RANNSÓKNA? 4. DÓMUR HÆSTARÉTTAR FRÁ 1. FEBRÚAR 1996 í MÁLINR. 24/1996 5. MAT Á ÁREIÐANLEIKA DNA-RANNSÓKNA 6. HVAÐA ÞÝÐINGU HAFA DNA-RANNSÓKNIR VIÐ ÚRLAUSNIR DÓMSMÁLA? 1. INNGANGUR Hlutverk dómstóla er að leysa úr þeim málum sem undir þá eru réttilega bor- in. Undan þeirri skyldu getur dómari ekki vikist. Þegar málsatvik eru umdeild hefur það eðlilega afgerandi áhrif á dómsúrlausn hvað málsaðilum hefur tekist að sanna undir rekstri málsins. Öflun sönnunargagna er því jafnan einn þýð- ingarmesti þátturinn í rekstri hvers máls og getur þá skipt sköpum hver sönn- unargögn eru aðilum tiltæk. 1 Grein þessi er að mestu byggð á upplýsingum sem koma fram í álitsgerðum sem lagðar hafa verið fram í dómsmálum og í dómum eða úrskurðum þar sem DNA-rannsóknir hafa komið við sögu. Einnig er byggt á ritum sem talin eru í heimildaskrá. 60

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.