Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Síða 73

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Síða 73
smokknum þótt fundist hefði lítið eitt af hrömandi sæði í leggöngum konunnar. Samkvæmt þessu útilokaðist ákærði frá því að eiga sæði í umræddri verju. Sú niðurstaða væri byggð á rannsóknum sem framkvæmdar voru á norsku rannsóknarstofunni „og tekur til fleiri þátta en áður vom gerðar í máli þessu og telst því fullnaðarrannsókn“. Þá er í dómi Hæstaréttar sagt frá greinargerð pró- fessors í réttarlæknisfræði til Rannsóknarlögreglu ríkisins þar sem fram komi ýtarleg lýsing á því hvemig háttað hafi verið móttöku, meðhöndlun og sendingu umræddra sýna á Rannsóknarstofu í réttarlæknisfræði. í niðurstöðu greinar- gerðarinnar segi að fylgt hafi verið til hlítar reglum um vörslu og meðferð sýn- anna á rannsóknarstofunni. Ekki verði sýnt fram á neina misfellu sem rýri gildi hinna norsku rannsókna vegna vanhalda á varðveislu, höndlun eða sendingu sýnanna. Loks er þess getið í dóminum að fram komi í bréfi frá frumulíf- fræðideild Rannsóknarstofu Háskólans í meinafræði til rannsóknarlögreglu að ástæða fyrir mismunandi niðurstöðum frá rannsóknarstofunum tveimur sé álitin sú að unnið hafi verið með tvö ólík sýni. Einnig sé þar bent á að blanda af frum- um frá leggöngum konunnar hafi getað verið í innanverðri verju og þar hafi get- að verið sæðisfrumur frá þriðja aðila. Hæstiréttur sýknaði ákærða og var sú nið- urstaða m.a. studd þeim rökum að niðurstaða norsku rannsóknarinnar gangi þvert á fyrri niðurstöðu DNA-rannsóknar. Dómur Hæstaréttar virðist endurspegla að nokkru þá erfiðleika sem komið geta upp þegar DNA-rannsókn er ætlað að leiða umdeild málsatvik í ljós. Ein- stök atriði sem koma fram í álitsgerðum og öðrum sérfræðilegum gögnum vekja auk þess ýmsar spumingar sem ekki verður reynt að svara hér. Hins vegar er rétt að benda á að norska rannsóknarstofan hefur aðeins getað staðfest hvað kom út úr mælingu á þeim sýnum sem henni vora send. Hvað mældist í öðru sýni úr umræddri verju í annarri rannsókn fellur utan þess sem norska rann- sóknin hefur tekið til. í málinu kom einmitt fram „að unnið hafi verið með tvö ólflc sýni“. Þá verður að telja mjög óljóst hvað átt er við með þeirri athugasemd í hinni sérfræðilegu álitsgerð að norska rannsóknin hafi tekið til fleiri þátta en fyrri rannsóknir í málinu og teljist hún því fullnaðarrannsókn. Þetta er ekki útskýrt en í dóminum er vísað til þess að það sé álit prófessorsins sem samdi álitsgerðina að hin norska rannsókn teljist fullnaðarrannsókn sem náð hafi til fleiri þátta en hin fyrri. Engar skýringar koma fram í dóminum hvað þama er átt við. í þessu sambandi má benda á að orðalag í sérfræðilegum álitsgerðum verður ávallt að vera skýrt og skilmerkilegt þannig að þeim sem það lesa sé ljóst hvað átt er við með því. Niðurstaða Hæstaréttar samkvæmt ofangreindum dómi hefur eflaust vakið áleitnar spumingar um hvort treysta megi niðurstöðum DNA-rannsókna. Slíkar vangaveltur hljóta að eiga fullan rétt á sér. Af dóminum verða hins vegar ekki miklar ályktanir dregnar um gildi DNA-rannsókna almennt í dómsmálum enda fjallar dómurinn lítið um rannsóknirnar sem gerðar vom heldur lætur við það sitja að rekja þær upplýsingar sem fram komu í málinu án þess að leggja sjálf- stætt mat á það hversu marktækar eða trúverðugar þær væru. Dómurinn varpar 67
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.