Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Side 74

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Side 74
hins vegar Ijósi á þau vandamál sem upp koma þegar ekki er ljóst hvemig túlka á niðurstöður sem fram koma í sérfræðiálitum. Einnig er Ijóst að í málinu hefur mistekist að upplýsa hver nauðgaði konunni en enginn vafi virðist leika á því samkvæmt héraðsdóminum þar sem raktir em áverkar á konunni samkvæmt læknisvottorðum að henni var nauðgað.16 5. MAT Á ÁREIÐANLEIKA DNA-RANNSÓKNA Við úrlausnir dómsmála vegur þungt hversu áreiðanlegar þær rannsóknir em sem styðja eiga niðurstöðu í hverju máli. Einnig skiptir máli að hvaða leyti þeim má treysta og ennfremur hvað getur dregið úr gildi þeirra. Þetta þarf að skoða nánar og fara hér á eftir nokkrar athugasemdir í tilefni af því. Því verður ekki haldið fram að vandamál sem tengjast DNA-greiningum gefi til kynna að almennt megi ekki treysta niðurstöðum úr DNA-rannsóknum. Hér að framan hefur verið bent á nokkur vandamál sem dómstólar geta staðið frammi fyrir þegar nota á DNA-rannsóknir við úrlausnir dómsmála. Bent hefur verið á að ólíkar niðurstöður úr mismunandi rannsóknum sé ekki endilega stað- festing á því að rannsóknunum hafi verið áfátt. Eðlileg skýring á misræmi í greiningum er t.d. sú að mæld hafi verið ólík sýni en ólíkar niðurstöður grein- inganna gefa einmitt til kynna að svo hafi verið. Ekki er þó víst að alltaf megi finna skýringar á ósamræmi í greiningum eða öðrum þess háttar vandamálum enda eru DNA-rannsóknir háþróuð vísindi sem upphaflega urðu til við leit sér- fræðinga að einkennum í litningum um arfgengi sjúkdóma. Því má segja að DNA-rannsóknir hafi ekki endilega þróast með þarfir réttarfars eða dómstóla að leiðarljósi. Af þessum ástæðum er dómstólum oft vandi á höndum þegar þeir þurfa að ákveða hvort treysta megi niðurstöðum DNA-rannsókna. Dómarar eru almennt leikmenn á sviði erfðafræðinnar enda hafa þeir yfirleitt ekki neina sérþekkingu í þeirri fræðigrein. Þeir hljóta því að eiga erfitt með að kalla eftir viðeigandi skýringum á þeim sérfræðilegu álitaefnum sem upp kunna að koma þegar nota á DNA-rannsókn sem sönnunargagn í dómsmáli. Það á sér- staklega við þegar vafasamt er hvað hefur komið út úr rannsókninni og hvemig beri að túlka það sem fram kemur í álitsgerð um hana. Einnig er þeim vandi á höndum þegar ekki er ljóst hversu áreiðanlegar niðurstöður DNA-rannsókna eru, að hvaða leyti þeim megi treysta og hvað geti dregið úr gildi þeirra. En rétt- arfarsreglur sjá þó að nokkm við þessu sérstaka vandamáli. Ef deilt er um staðreyndir sem bomar em fram sem málsástæður í máli og héraðsdómari telur að sérkunnáttu þurfi til að leysa úr getur hann kvatt til tvo meðdómsmenn sem hafa slíka sérkunnáttu samkvæmt 2. mgr. 2. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Sama regla gildir um sakamál, sbr. 2. mgr. 5. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991. Réttarfarsskilyrði hljóta því að vera fyrir hendi til að kalla til meðdómsmenn í málum þar sem vafi leikur á 16 Sbr. Hæstaréttardómar 1996, bls. 356. 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.