Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Page 76

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Page 76
lokað sé að sýnið sé frá honum komið. A.m.k. verður því lialdið fram hér að fyrra orðalagið sé rökfræðilega réttara þegar höfð eru í huga þau grundvallar- lögmál sem DNA-rannsóknir eru byggðar á. Ekki þarf heldur að glíma við það vandamál að ekki hafi tekist að rannsaka nægjanlega mörg erfðamörk til að staðreyna faðerni bams. Yfirleitt er þess gætt að taka nægjanlegt magn af blóði til að unnt sé að mæla þann fjölda erfðamarka sem til þarf til að mælingin gefi áreiðanlegar niðurstöður. Þegar hins vegar sýni eru tekin á vettvangi glæps geta þau verið í takmörkuðu magni. Mælingin getur því verið þeim annmörkum háð að ekki hafi tekist að mæla nægjanlega mörg erfðamörk. Það veikir áreiðanleika slíkra mælinga. Þessi dæmi gefa til kynna að þrátt fyrir vandamál sem geta verið fyrir hendi varðandi DNA-rannsóknir í sakamálum er alls ekki þar með sagt að þau séu fyrir hendi þegar DNA-rannsóknum er beitt til að greina faðemi bama. 6. HVAÐA ÞÝÐINGU HAFA DNA-RANNSÓKNIR VIÐ ÚRLAUSNIR DÓMSMÁLA Því má vissulega halda fram að DNA-rannsóknir geti haft vemlega þýðingu fyrir sönnunarfærslu í dómsmálum. Með DNA-rannsóknum hafa verið þróaðar ákveðnar aðferðir sem oft koma að gagni við að leiða sannleikann í ljós. Ef tekist hefur að fá öruggar niðurstöður úr slíkum rannsóknum er stundum unnt að slá því föstu hver hefur framið tiltekið afbrot. Dæmi em um að þannig hafi verið leyst úr einstökum dómsmálum bæði hér á landi og í öðrum löndum.19 Einnig geta slíkar niðurstöður leitt til þess að sakbomingur játar að hafa framið brotið. Hins vegar gætir stundum þess misskilnings að DNA-rannsókn muni skera úr um sekt eða sakleysi. Stundum getur hún gert það en í öðmm tilvikum getur rannsókn aðeins staðfest að tiltekið sýni sé úr ákveðnum einstaklingi eða að ekki hafi tekist með rannsókninni að sýna fram á að svo sé. Hvort hann hefur framið brotið getur engu að síður verið álitamál. Þótt DNA-rannsóknir geti vissulega verið hjálplegar við úrlausnir dómsmála geta ýmis vandamál komið í veg fyrir það. Og í þeim tilfellum þar sem DNA- rannsóknir hafa reynst ónothæfar við að upplýsa mál geta aðrar sönnunarað- ferðir í mörgum tilfellum leitt til sakfellingar. Ef niðurstöður DNA-rannsóknar styðja annað sem komið hefur fram í málinu geta þær vegið þyngra en ella við mat á sönnun um sekt eða sakleysi sakbomings. íslenskir dómstólar hafa ekki haft mörg tækifæri til að glíma við ýmis vanda- mál er tengjast notkun DNA-rannsókna í dómsmálum enda em dómsmál fá hér á landi þar sem reynt hefur á slfkt. Ekki er ólíklegt að þessi álitaefni komi fram í vaxandi mæli á næstu árum. I því sambandi má hafa í huga að vísindalegum 19 Dómsúrlausnir þar sem DNA-rannsóknir eru hluti af sönnunarfærslunni eru fáar hér á landi samanborið við mörg önnur lönd. Sérstaklega hafa íslensk dómsmál verið fá þar sem einhver vandamál hafa verið á ferðinni. 70

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.