Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Page 83

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Page 83
einnig orðið tilefni málsóknar fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu í málinu Holm mot Sverige. Það mál snerist um brot gegn prentfrelsi og í þeim málum situr kviðdómur níu manna, sem valinn er á sama hátt og leikmannadómendur. I því máli var um að tefla bein pólitísk tengsl nefndarmanna við aðila málsins og þótti Mannréttindadómstóli Evrópu að tengslin væru með þeim hætti að ástæða væri að draga í efa hlutleysi dómstólsins. Málsmeðferðin var því talin brjóta í bága við 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu Þótt gagnrýnisraddir vegna leikmannadómenda séu öðru hvoru háværar, er ljóst að þetta fyrirkomulag hefur skotið djúpum rótum í réttarvitund almennings og veigamikil rök verða að koma fram til þess að breytingar verði gerðar á því. I ljósi hæstaréttardóms nr. 103/1994 í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Eiríki Sigfússyni þar sem deilt var um stöðu dómarafulltrúa í dómskerfinu og spum- ingar vöknuðu af því tilefni um um sjálfstæði dómstólsins, kom mér þessi skip- an verulega spánskt fyrir sjónir, enda á ég erfitt með að skilja að dómstólamir geti verið sjálfstæðir og óhlutdrægir með pólitískt valda dómendur innanborðs 3.2 Dómarafulltrúar Það má með sönnu segja að ólíkt höfumst við að, Islendingar og Svíar, í Ijósi þess að þeir dómarar sem ég átti tal af höfðu ekki velt fyrir sér 6. gr. Mannrétt- indasáttmála Evrópu á sama hátt og Islendingar varðandi stöðu dómarafulltrúa. Því er þannig farið í Svíþjóð að dómarafulltrúar sitja í dómstólunum og dæma og er það hluti af þjálfun þeirra til dómara. Ungir lögfræðingar sem áhuga hafa á að verða dómarar era ráðnir til dómstólanna, fyrst til tveggja ára til undirrétt- anna, þar sem þeir kynna sér fyrsta árið starfsemi dómstólsins og fylgjast með réttarhöldum, en eftir það dæma þeir í einfaldari málum, t.d. fara þeir með dómsvald í undirréttunum í málum sem snerta ökuleyfissviptingar. Eftir þessi tvö ár fá þeir stöðu hjá millidómstólunum og eru þar í níu mánuði þar sem þeir dæma í einfaldari málum. Standi þeir sig vel koma þeir aftur til undirréttanna og fara þar með dómsvald í öllum málum. Að þeim tíma loknum fara þeir aftur til millidómstólanna og sitja þar í aðra níu mánuði í þriggja manna dómi og dæma, en þegar þeim tíma lýkur er dómaraþjálfun lokið og víkja þeir þá fyrir nýjum lögfræðingum sem hefja sína dómaraþjálfun á dómstólunum. Dómara- fulltrúum í Svíþjóð er því treyst til að fara með dómsvaldið þar í landi og það jafnvel þótt þeir séu ungir að árum og reynslulausir. Jafnframt er ljóst að Svíum sem og öðrum Norðurlandaþjóðum þykir nauðsynlegt að þjálfa þá lögfræðinga til dómstarfa sem hug hafa á að verða dómarar, þótt sú þjálfun sé tímabundin. Til þess að um raunhæfa þjálfun geti orðið að ræða, verða þeir að fá að spreyta sig á að stjóma réttarhöldum og leysa úr ágreiningsefnum á eigin spýtur og bera þá ábyrgð sem dómarar almennt bera á dómum sínum. Að öðram kosti verður aldrei um neina raunhæfa þjálfun að ræða. Þar sem dómarar einir fara með dómsvaldið á íslandi verður ekki unnt að koma fram neinni raunhæfri dómara- þjálfun til handa ungum lögfræðingum sem hafa hug á að verða dómarar, að minnsta kosti ekki óbreyttum lögum. 77

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.