Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 21
sýn, samræmingu og samvinnu allra þeirra stjórnvalda og sérfræðinga sem þurfa að fjalla um framkvæmdir sem áhrif hafa á umhverfið. Stjórnsýsla flestra ríkja er með þeim hætti að málaflokkum og ábyrgð á þeim er skipt á ráðuneyti og stofnanir sem mynda „múra“ í stjórnkerfunum og því fer fjarri að einungis sé fjallað um umhverfismál, eða framkvæmdir sem hafa áhrif á umhverfið, í þeim ráðuneytum eða stofnunum sem kenndar eru við umhverfið eða einstaka þætti þess.51 Mat á umhverfisáhrifum tryggir, og á að tryggja, ákveðna sam- ræmingu og upplýsingaflæði. Vinnubrögð sem þessi draga úr líkunum á því að ekki sé tekið tillit til einhverra þátta sem gætu haft áhrif á umhverfið og auka jafnframt möguleikana á að mótvægisaðgerðum sem draga úr umhverfisáhrif- um sé beitt, einkum og sér í lagi þeim sem eru ólögákveðnar. Loks, í þriðja lagi, er tilgangur mats á umhverfisáhrifum að tryggja opna og gagnsæja umfjöllun um áætlaðar framkvæmdir og ákvarðanatöku þeim tengda, m.a. með því að auðvelda almenningi, þ.m.t. félögum og félagasamtökum sem láta sig umhverfísmál varða, aðgang að upplýsingum um fyrirhugaðar fram- kvæmdir, eða stefnumarkandi áætlanir, og ætluð áhrif þeirra á umhverfið áður en lokaákvarðanir eru teknar, svo og að tryggja þessum aðilum rétt til þess að taka þátt í málsmeðferðinni. Þrískipting á tilgangi mats á umhverfísáhrifum er undirstrikuð í 1. gr. laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum eins og fram kemur í kafla 4.1. Hafa verður í huga að meginreglan er sú að athafna- og atvinnufrelsi ríkir og framkvæmdir, sem ekki eru beinlínis bannaðar eða takmarkaðar samkvæmt lögum eða eðli máls, eru heimilar.52 Þrátt fyrir þetta eru ýmsar framkvæmdir háðar opinberum leyfum og eftirliti. Tilgangur mats á umhverfisáhrifum er í sjálfu sér ekki að hefta athafna- og atvinnufrelsið þótt niðurstaða mats á um- hverfisáhrifum ætti, a.m.k. í einhverjum tilvikum, að hafa þau áhrif að það tak- markist að einhverju leyti. Hins vegar verða lög sem innihalda efnisreglur umhverfisvemdar og heimildir einstakra leyfísveitenda53 að gera ráð fyrir möguleika á slíkri takmörkun ef umhverfisáhrif tiltekinnar framkvæmdar em talin óásættanleg til lengri tíma litið eða ef viðkomandi framkvæmd er talin hafa í för með sér óásættanlega áhættu m.t.t. umhverfisins og einstakra þátta þess.54 51 Sjá nánari umfjöllun t.d. í 8. kafla í Agenda 21. http://www.igc.apc.org/habitat/agenda21/ch- 08.html 52 Sjá nánar Starfsskilyrði stjómvalda, Forsætisráðuneytið, Reykjavík, 1999, bls. 17-20. Sjá einn- ig dóm Hæstaréttar frá 13. apríl 2000, Stjörnugrísmáliðfyrra. Nánar er vikið að dóminum í 6. kafla. 53 Ef vikið er að íslenskum rétti má nefna vatnalög nr. 15/1923, lög nr. 3/1955 um skógrækt, lög nr. 17/1965 um landgræðslu. orkulög nr. 58/1967, lög nr. 36/1974 um vemdun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu, lög nr. 60/1981 um raforkuver, lög nr. 42/1983 um Landsvirkjun, skipu- lags- og byggingarlög nr. 73/1997, lög nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, lög nr. 57/1998 um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu og lög nr. 44/1999 um náttúmvernd, svo nokkur dæmi séu tekin. 54 Sjá einnig rökstuðning í H 1997 2488. 169
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.