Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 47

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 47
9.2 Kæruréttur og réttur til að gera athugasemdir I eldri lögum um mat á umhverfisáhrifum var ekki fjallað sérstaklega um kærurétt eða rétt til þess að gera athugasemdir. Hins vegar var framkvæmdin sú að allir gátu gert athugasemdir, sbr. t.d. ÚS 17/95 um stækkun álvers í Straums- vík og athugasemdir Hjörleifs Guttormssonar alþingismanns og Kristínar Halldórsdóttur alþingismanns, f.h. þingflokks Kvennalistans, og kæruréttur var ekki takmarkaður við þá sem áttu einstaklegra og verulegra hagsmuna að gæta sjá t.d. ÚR 3/11/94 varðandi vegarlagningu yfir Gilsfjörð. í þeim úrskurði tók umhverfisráðuneytið til umfjöllunar kæru Fuglaverndarfélags íslands án þess að fjalla sérstaklega um kærurétt félagsins.116 Samkvæmt núgildandi lögum er Ijóst að allir geta gert athugasemdir við matsskýrslu í samræmi við 4. mgr. 10. gr. laganna117 og er öllum heimilt að kæra ákvarðanir um matsskyldu samkvæmt 6. gr. laganna og úrskurði Skipu- lagsstofnunar samkvæmt 11. gr. s.l. til umhverfisráðherra í samræmi við 4. mgr. 12. gr. laganna. Ekki er þó ljóst hvernig aðild yrði háttað í dómsmáli en hugs- anlega myndu fyrri afskipti af mati á umhverfisáhrifum geta ráðið hér úrslitum. Eðlilegt er að löggjafínn setji skýrar reglur um aðild í dómsmálum sem varða umhverfismál svo að tryggja megi eðlilegt jafnvægi á milli þeirra sem eiga einstaklegra og verulegra hagsmuna að gæta og annarra sem telja sig eiga hags- muna að gæta, svo og til að tryggja að ekki verði unnt að misnota rétt til máls- höfðunar. Jafnframt þarf að vera tryggt að raunverulega sé mögulegt að nýta sér ofangreindan rétt.118 9.3 Lifandi mat á umhverfísáhrifum - hagsmunir framkvæmdaraðila Eins og komið var að í kafla 9.1 er einungis mögulegt og eðlilegt að gera óverulegar breytingar á úrskurði Skipulagsstofnunar eftir að hann hefur verið kveðinn upp, sbr. 6. mgr. 11. gr. laga nr. 106/2000. Með öðrum orðum: úrskurð- ur Skipulagsstofnunar, eftir atvikum umhverfisráherra, er lokaniðurstaða í stjórnsýslukerfinu. Eftir að lokaniðurstaða liggur fyrir er þó mögulegt að fara með málið fyrir dómstóla. Ef breytingar verða á fyrirhugaðri framkvæmd, þ.e. 116 Þessi framkvæmd er í samræmi við þróunina í nágrannalöndum okkar. Páll Hreinsson: Stjórn- sýslulögin, skýringarrit, bls. 255. 1171 athugasemdum við 4. mgr. 10. gr. frumvarps til lag um mat á umhverfisáhrifum segir um þetta atriði: „Þykir ástæða til að færa þennan rétt almennings í lög (actio popularis) svo að ekkert fari á milli mála enda verður þeim sjónarmiðum sem fram koma í tilskipun 97/11/EB um aðild almenn- ings ekki náð með öðru móti. Það er um leið forsenda þess að nauðsynlegar upplýsingar liggi til grundvallar ákvörðun um tiltekna framkvæmd sem jafnframt er eitt af markmiðum tilskipunar 97/ll/EB“. Alþt. 1999-2000, A-deild, þskj. 644, bls. 3502. Við þetta má bæta að í tilvitnaðri til- skipun er ekki fjallað sérstaklega um aðild í hefðbundinni merkingu þess hugtaks. 118 Rétt er að geta þess að á síðustu árum hefur orðið hröð þróun í löggjöf Norðurlanda hvað varðar rétt til þess að gera athugasemdir vegna mála sem eru til meðferðar í stjómsýslunni og varða um- hverfið, svo og hvað varðar reglur um aðild, m.a. í dómsmálum, og stöðu félaga og félagasamtaka sem láta umhverfismál til sín taka. 195
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.