Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 99

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 99
Félagið hefur ýmis mál á stefnuskrá sinni en um þessar mundir ber hæst bar- áttuna fyrir hærri launum dómara og betri eftirlaunakjörum. Laun dómara í Þýskalandi eru ákveðin með lögum og launakerfið er mjög flókið eins og því var lýst. Þá tekur félagið um þessar mundir virkan þátt í endurskoðun laga um meðferð einkamála sem að stofni til em frá árinu 1900. Dómarafélagið hefur efnt til mannréttindaverðlauna dómara og saksóknara og hefur veitt þau annað hvort ár frá árinu 1991. Verðlaunin hafa fengið ýmist dómari eða saksóknari í Perú, Nígeríu, Tyrklandi, Mexíkó, Hvíta-Rússlandi og nú síðast árið 2001 dómari í Gvatemala. Þá hefur dómarafélagið stofnað sjóð til styrktar eftirlifandi bömum dómara og saksóknara í Kólumbíu. í sjóðinn hafa safnast frá ársbyrjun 2000 1,5 milljónir þýskra marka. Dómarafélagið gefur mánaðarlega út blað, nokkuð veglegt, Deutsche RichterZeitung. Ljóst er að félagið er öflugt og athafnasamt. Að kvöldi þessa dags dreifðust menn víða til kvöldverðar. Matur í Berlín er staðgóður og á skikkanlegu verði yfirleitt. Stöku dómari hafði dálæti á svína- skönkum sem heita Eisbein á þýsku. Miðvikudaginn 5. september var farið í heimsókn í héraðsdómstól í Berlín (Landgericht) þann sem fer með einkamál. Þar tók á móti okkur dómarinn Lothar Júnemann, formaður Berlínardeildar Dómarafélags Þýskalands, en hann höfðum við hitt daginn áður hjá dómarafélaginu. Fyrst fengum við lýsingu á þeim málum sem taka átti fyrir og á þeim hluta réttarfarsins sem líklegt var að reyndi á við meðferð þessara mála. Fylgdumst við með meðferð málanna, sem voru tvö, annað sættist en hitt ekki. Það sem við sáum af meðferð þessara mála hefði eins getað farið fram í íslenskum réttarsal, þó má e.t.v. segja að dómarinn hafi lagt sig meira fram við að ná sáttum en almennt gerist hjá okkur. Dómstóllinn er til húsa í nokkuð gamalli byggingu sem byggt hefur verið við. Dómsalurinn þar sem þinghaldið fór fram var í upprunalegri mynd með töluverðu máluðu útflúri. Dómsalir í nýju byggingunni voru einfaldir að allri gerð. í dómsölunum voru tölvur en dómaramir hafa enn ekki fengið tölvur til eigin nota. Ekki er innranet í dómstólnum. Algengast er að tveir dómarar deili sömu skrifstofunni, jafnvel þrír. Til er að einn dómari hafi eigin skrifstofu en það er sjaldgæft. Skrifstofur þessar minna mjög á skrifstofurnar í gamla Hæsta- réttarhúsinu. Þetta leiðir m.a. til þess að dómarar vinna mikið heima og nota þá eigin tölvur. Að þessari skoðun lokinni voru dómstjóramir tveir, sem í hópnum vom, nokkuð roggnir með sig og bar meira á þeim í bili en annars. Eftir hádegið var farið í þinghúsið í Berlín (Bundestag). Þar fengum við klukkutíma leiðsögn um húsið ásamt stuttri lýsingu á þinginu sjálfu. Þinghúsið á sér ekki langa sögu þegar litið er til frægra bygginga í Berlín. Bygging hússins hófst 1884. Þinghússbruninn 1933 er kunnari en frá þurfi að segja en sagt er að Hitler hafi verið þar að verki. Lauk þar með dögum þjóðþingsins um sinn. Húsið var endurreist eftir heimsstyrjöldina en ráðist var í viðamiklar breytingar og endurbætur eftir sameiningu þýsku ríkjanna og var þeim lokið í apríl 1999. Hið mikla glerhvolfþak í miðju hins gamla húss gefur því feikisterkan svip, nokkuð framandi en furðulega aðlaðandi. 247
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.