Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 67
unar o.fl. Hafi fyrirtæki trú á að vextir muni lækka má nota vaxtaskiptasamn-
inga til að breyta föstum vöxtum af tilteknu láni í breytilega vexti og öfugt ef
útlit er fyrir að þeir muni hækka. Vaxtaskiptasamningar eru oftast til tiltölulega
langs tíma. Fimm ára samningstími með hálfsársuppgjöri er t.d. ekki óalgengt.
Dæmi 7. Vaxtaskiptasamningur (rentefuture). A fær 1.000.000 kr. að láni hjá
Fjárfestingarfélaginu X hf. Vextir af láninu em 9,5% fastir vextir. Er A tók lánið var
verðbólga 4,5% en hún hefur síðan lækkað í 2% og er gert ráð fyrir að hún verði
þannig næsta ár. Þetta hefur haft þau áhrif að vextir af sambærilegum lánum og A tók
hafa lækkað í 7,5%. Af þeim sökum leitar A nú þeirra ráða að breyta vaxtakjörum
lánsins í breytilega vexti + 2% og gerir því vaxtaskiptasamning við bankann B um
að hann greiði föstu vextina gegn því að A greiði bankanum breytilega vexti + 2%
af 1.000.000 kr. höfuðstól.
Skematískt má sýna þetta þannig:
Þeir vextir, sem A hf. þarf að greiða Fjárfestingarfélaginu X hf., eru því greiddir af
bankanum en af því leiðir að raunveruleg vaxtagreiðsla A hf. af láninu eru breytilegir
vextir + 2%. Séu breytilegir vextir 6% sparar A hf. sér þar af leiðandi um 1,5%
vaxtamun af láninu sem í þessu tilviki er reyndar ekki nema 15.000 kr. en getur verið
mun hærri fjárhæð ef lánið er hátt.
Við gerð vaxtaskiptasamnings er að jafnaði samið um það að fjárstraumamir,
sem aðilar verða sammála um að skiptast á gjaldfalli á sama tíma, t.d. 1. mars og
1. sept. Er straumunum þá jafnað hvorum á móti öðrum þannig að aðeins sá aðili,
sem lendir í nettó-greiðslustöðu, þarf að greiða. Fyrir kemur þó að greiðslu-
straumamir em látnir gjaldfalla á mismunandi tímum og skiptir jöfnun þá minna
máli. Aðilar kunna t.d. að semja þannig að annar viðsemjandi skuli gera upp sinn
fjárstraum reglulega ársfjórðungslega en hinn einu sinni á ári. Einnig geta aðilar
samið þannig að annar viðsemjandi skuli greiða eingreiðslu í upphafi eða lok
samningstímans en hinn reglulega. Ekkert er þess vegna því til fyrirstöðu að
viðsemjendur hagi uppgjörinu þannig að sem best henti hagsmunum þeirra.
Við gjaldmiðlaskiptasamninga semja aðilar um að skiptast á erlendum
gjaldmiðli í tiltekinn tíma. Að þeim tíma loknum ber hvorum aðila um sig að
skila hinum sama gjaldmiðli og hann fékk að láni. Vegna þessa er gengisáhætta
af völdum gjaldmiðlaskiptasamninga engin. Hins vegar getur aðili þurft að
215