Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 102
Þennan dag lauk hinni formlegu dagskrá. Um kvöldið snæddu þátttakendur
saman kvöldverð ásamt þeim dómurum sem höfðu haft veg og vanda af heim-
sókn okkar til Berlínar. Helgi I. Jónsson, formaður Dómarafélags íslands, flutti
þýsku dómurunum þakkarávarp á reiprennandi þýsku sem þeim þótti greinilega
heiður að.
Formaðurinn flytur þýskum dómurum þakkarávarp.
Næsta dag, föstudag, var farið í skoðunarferð um Berlín undir leiðsögn
þrautþjálfaðs leiðsögumanns og er þar margt að sjá, bæði gamalt og nýtt. Upp-
bygging austurhluta Berlínar virðist ganga merkilega hratt fyrir sig þótt í mörg
horn sé þar að líta. Að skoðun Berlínar lokinni var ekið til Potzdam, þar snædd-
ur léttur hádegisverður og höllin Sans Souci skoðuð að utanverðu, en til þess að
fá að sjá inn í höllina þarf að panta með nokkurra mánaða fyrirvara. Þessi höll
var aðalaðsetur Friðriks II. hins mikla, sem var konungur Prússa um miðbik 18.
aldar, og er hann grafinn í hallargarðinum ásamt hundum sínum. Hann hafði
óskað eftir því að verða grafinn þar en við þeirri ósk var ekki orðið fyrr en árið
1991. Friðrik mikli var hinn merkasti maður. Auk þess að vera kóngur og stríðs-
maður var hann heimspekingur, tónlistarmaður og fagurkeri.
Síðdegis þennan dag þáðum við boð sendiherra Islands í Þýskalandi, Jóns
Egils Egilssonar og konu hans. Fyrst var okkur sýnd sendiráðabyggingin sem
Norðurlöndin fimm reistu í sameiningu. Var sú skoðun bæði skemmtileg og
fróðleg og vitnar byggingin um merkilegt framtak þjóðanna. Þá var litið inn í
íslenska sendiráðið og verður varla kvartað undan aðbúnaði þar. Að svo búnu
voru veitingar þegnar. Formaður dómarafélagsins flutti þakkir og lagið var tek-
ið fyrir sendiherrahjónin.
250