Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 45

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 45
táknræn en ekki sönn lýsing á umfangi umhverfisáhrifanna. Þótt tiltekin fram- kvæmd hafi í för með sér ávinning, efnahagslegan eða annars konar ávinning, breytir það ekki umhverfisáhrifunum. Framkvæmd sem hefur í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif getur áfram valdið umtalsverðum umhverfisáhrifum þótt hagnaðurinn sé viðunandi. Það eru að sjálfsögðu engin tengsl á milli áhrifa sem koma fram í umhverfinu vegna tiltekinnar framkvæmdar og þess hvort hún er talin hafa í för með sér ávinning, eftir atvikum fjárhagslegan. Það fyrra lýtur náttúrulögmálum, hið síðara markaðslögmálum. Hins vegar er slík fram- kvæmd án nokkurs vafa ásættanlegri en framkvæmd sem veldur umtals- verðum umhverfisáhrifum og skilar óviðunandi hagnaði eða framkvæmd sem hefur í för með sér eitthvert óhagræði eða framkvæmd sem hefur engan hagnýt- an tilgang. Hvað ef tiltekin starfsemi hættir að skila hagnaði, t.d. vegna breyt- inga á framboði og eftirspurn á heimsmarkaði, breytast þá umhverfisáhrifin? Umhverfisáhrif, eftir atvikum umtalsverð, eru alltaf umhverfisáhrif hvort sem viðkomandi framkvæmd hefur í för með sér viðunandi efnahagslegan ávinning eða einhvem annan ávinning. Einungis mótvægisaðgerðir (eftir atvik- um skilyrði og að einhverju leyti breytt staðsetning) geta komið í veg fyrir eða minnkað umhverfisáhrif en þau kunna þó áfram að vera umtalsverð þótt slíkar aðgerðir séu mögulegar. 9. ÚRSKURÐUR - ÆSKILEGUR FARVEGUR FYRIR MAT Á UMHVERFISÁHRIFUM? 9.1 Mat á efni matsskýrslu - úrskurður Oft er það svo að heimilt er að kæra ákvarðanir lægra setts stjómvalds til æðra setts stjórnvalds sem endurskoðar ákvörðun þess fyrrnefnda.111 Þegar 31. gr. stjómsýslulaga nr. 37/1993 á við er stjórnvaldsákvörðun æðra stjórnvalds nefnd úrskurður.112 Sú sérstaka staða er uppi í lögum nr. 106/2000 að stjórn- valdsákvörðun lægra setts stjórnvalds, þ.e. Skipulagsstofnunar, vegna mats á umhverfisáhrifum, sbr. 2. mgr. 11. gr. laganna, er nefnd úrskurður þótt ekki sé um að ræða málskot eða endurskoðun á ákvörðun annars stjórnvalds. Sama hugtakanotkun var í eldri lögum nr. 63/1993. Segja má að úrskurður um mat á umhverfisáhrifum sé stjórnvaldsákvörðun í búningi úrskurðar. Ákvörðun sú sem felst í úrskurði um mat á umhverfisáhrifum beinist fyrst og fremst að framkvæmdaraðila og eftir atvikum leyfisveitanda eins og komið var að í kafla 7. En fram hjá því er ekki hægt að líta að ákvörðun kann vissulega að hafa áhrif á hagsmuni margra annarra en óljóst er samkvæmt íslenskum rétti hvort almenningur á lögvarinn rétt til umhverfis eða náttúru af tilteknum gæðum og ef svo er hversu vel sá réttur er varinn m.t.t. annarra réttinda sem varin eru af stjómarskrá. 111 Páll Hreinsson: Stjórnsýslulögin, skýringarrit, bls. 251 et seq. 112 Ibid., bls. 283-284. 193
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.