Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 66

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 66
Dagur Gengi Dagsuppgjör Reikningsstaða 27/10 87,26 1.500.000 1.500.000 27/10 87,28 2.000 1.502.000 28/10 87,34 6.000 1.508.000 29/10 87,23 (11.000) 1.489.000 30/10 87,39 16.000 1.513.000 02/11 87,59 20.000 33.000 1.533.000 Við samningslok fær A 1.500.000 kr. trygginguna, sem sett var við gerð samningsins, endurgreidda ásamt 33.000 kr. hagnaði af viðskiptunum eða alls 1.533.000 kr. 2.5 Skiptasamningar (swaps) Skiptasamningur er þess efnis að tveir aðilar semja um að skiptast á fjárhæð- um eða fjárgreiðslum sem reiknaðar eru út á grundvelli ólíkra breytistærða.20 Tvær algengustu tegundir skiptasamninga eru vaxtaskipta- (renteswapavtaler) og gjaldmiðlaskiptasamningar (valutaswapavtaler).21 Gegna bankar, þar á með- al verðbréfafyrirtæki, mikilvægu hlutverki við gerð þeirra og hafa jafnvel stöðu sem viðsemjandi í þeim. Við gerð vaxtaskiptasamnings semja aðilar t.d. þannig um tiltekið lán að A skuli inna af hendi ákveðna vexti, sem miðast við 9,5% fasta vexti, til B en B skuli í staðinn inna af hendi breytilega vexti, sem miðast við LIBOR-vexti + 2% álag vegna gengisáhættu, til A. Að jafnaði er ekki talið rétt að líta á greiðslurnar er aðilar skiptast á sín á milli sem vexti heldur greiðslustrauma.22 Það sem aðilar verða ásáttir um að skiptast á sín á milli er greiðsluflæði á grundvelli ólíkra vaxtaákvarðana. Gerð vaxtaskiptasamnings veldur ekki yfirfærslu á nein- um lánsfjárhæðum á milli aðila, því ef svo væri myndi hvor um sig hafa lánað hinum nákvæmlega jafnháar fjárhæðir og lánin þar af leiðandi þurrkast út. Um eiginlegt lánasamband með þátttakendum í vaxtaskiptasamningi er því ekki að ræða. Vaxtaskiptasamninga má nota til að breyta vaxtakjörum láns án þess að þurfa að taka nýtt lán og greiða upp hið eldra með tilheyrandi kostnaði vegna stimpl- 20 Sjá Zimmer o.fl.: Bedrift, selskap og skatt, bls. 192-194; Engholm Jacobsen o.fl.: Skatterett- en 1,3. útg., bls. 604. 21 í 21. tl. b-liðar 2. gr. laga nr. 99/2000 um breyting á 2. gr. laga nr. 13/1996 um verðbréfavið- skipti er vaxta- og gjaldmiðlaskiptasamningur skilgreindur svo: „Afleiðusamningur sem kveður á um að samningsaðilar greiði vexti hvor til annars af tiltekinni viðmiðunarfjárhæð í sama gjaldmiðli eða greiði vexti og höfuðstól hvor til annars hvor í sínum gjaldmiðli á samningstímanum". 22 Sbr. Zimmer o.fl.: Bedrift, selskap og skatt, bls. 192, en þar segir: „Det er ikke korrekt & si at betalingene utgjpr rentebetalinger. Det partene blir enige om er S utveksle betalingsstrpmmer beregnet pá grunnlag af forskjellige rentesatser". 214
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.