Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Síða 66
Dagur Gengi Dagsuppgjör Reikningsstaða
27/10 87,26 1.500.000 1.500.000
27/10 87,28 2.000 1.502.000
28/10 87,34 6.000 1.508.000
29/10 87,23 (11.000) 1.489.000
30/10 87,39 16.000 1.513.000
02/11 87,59 20.000 33.000 1.533.000
Við samningslok fær A 1.500.000 kr. trygginguna, sem sett var við gerð
samningsins, endurgreidda ásamt 33.000 kr. hagnaði af viðskiptunum eða alls
1.533.000 kr.
2.5 Skiptasamningar (swaps)
Skiptasamningur er þess efnis að tveir aðilar semja um að skiptast á fjárhæð-
um eða fjárgreiðslum sem reiknaðar eru út á grundvelli ólíkra breytistærða.20
Tvær algengustu tegundir skiptasamninga eru vaxtaskipta- (renteswapavtaler)
og gjaldmiðlaskiptasamningar (valutaswapavtaler).21 Gegna bankar, þar á með-
al verðbréfafyrirtæki, mikilvægu hlutverki við gerð þeirra og hafa jafnvel stöðu
sem viðsemjandi í þeim.
Við gerð vaxtaskiptasamnings semja aðilar t.d. þannig um tiltekið lán að A
skuli inna af hendi ákveðna vexti, sem miðast við 9,5% fasta vexti, til B en B
skuli í staðinn inna af hendi breytilega vexti, sem miðast við LIBOR-vexti + 2%
álag vegna gengisáhættu, til A. Að jafnaði er ekki talið rétt að líta á greiðslurnar
er aðilar skiptast á sín á milli sem vexti heldur greiðslustrauma.22 Það sem
aðilar verða ásáttir um að skiptast á sín á milli er greiðsluflæði á grundvelli
ólíkra vaxtaákvarðana. Gerð vaxtaskiptasamnings veldur ekki yfirfærslu á nein-
um lánsfjárhæðum á milli aðila, því ef svo væri myndi hvor um sig hafa lánað
hinum nákvæmlega jafnháar fjárhæðir og lánin þar af leiðandi þurrkast út. Um
eiginlegt lánasamband með þátttakendum í vaxtaskiptasamningi er því ekki að
ræða.
Vaxtaskiptasamninga má nota til að breyta vaxtakjörum láns án þess að þurfa
að taka nýtt lán og greiða upp hið eldra með tilheyrandi kostnaði vegna stimpl-
20 Sjá Zimmer o.fl.: Bedrift, selskap og skatt, bls. 192-194; Engholm Jacobsen o.fl.: Skatterett-
en 1,3. útg., bls. 604.
21 í 21. tl. b-liðar 2. gr. laga nr. 99/2000 um breyting á 2. gr. laga nr. 13/1996 um verðbréfavið-
skipti er vaxta- og gjaldmiðlaskiptasamningur skilgreindur svo: „Afleiðusamningur sem kveður á
um að samningsaðilar greiði vexti hvor til annars af tiltekinni viðmiðunarfjárhæð í sama gjaldmiðli
eða greiði vexti og höfuðstól hvor til annars hvor í sínum gjaldmiðli á samningstímanum".
22 Sbr. Zimmer o.fl.: Bedrift, selskap og skatt, bls. 192, en þar segir: „Det er ikke korrekt & si at
betalingene utgjpr rentebetalinger. Det partene blir enige om er S utveksle betalingsstrpmmer
beregnet pá grunnlag af forskjellige rentesatser".
214