Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 97

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 97
A VIÐ OG DREIF FERÐ DÓMARA TIL BERLÍNAR Laust undir miðnætti 2. september sl. söfnuðust 21 hæstaréttar- og héraðs- dómari saman á Keflavíkurflugvelli í upphafi ferðar til Berlínar þar sem sækja átti starfsbræður heim. Halldór Þorbjörnsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, var einn þessara ferðalanga. Makar 8 dómara voru með í förinni og einn slóst í hópinn síðar. Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli og flugvallarstjóri sýndu þann höfðingsskap að bjóða upp á hressingu í þar til gerðri stofu sem aðeins útvaldir fá að koma inn í og þótti það ekki verra. Rúmlega klukkan eitt þann 3. september var flogið af stað til Dússeldorf, þar beðið í 3 tíma og síðan flogið áfram til Berlínai'. Þangað var komið um ellefuleytið að staðartíma, um kl. níu að íslenskum tíma, og hafði ferðalagið því staðið alla nótt- ina. Voru ferðalangamir mismunandi framlágir að vonum. Það kom ekki að veru- legri sök því að hin formlega heimsókn hófst ekki fýrr en að morgni næsta dags. Hótelið sem gist var á heitir Hotel Palace Berlin og var þar hinn besti aðbún- aður. Hótelið er sambyggt mikilli verslunarmiðstöð, Europa Center, og er í mið- borg fyrrum Vestur-Berlínar rétt hjá þeirri nafntoguðu götu Kurfúrstendamm. I upphafi var áformað að gista á hóteli sem heitir Ambassador Berlin en staðar- haldarar þar urðu að loka hótelinu tímabundið vegna lagfæringa og komu því hópnum fyrir á Hotel Palace. Eflaust hafa það verið góð skipti því að stjörnun- um fjölgaði fyrir vikið úr fjórum í fimm. Á þriðjudagsmorgni, þ.e. 4. september, tók við alvara lífsins en þá var dóms- málaráðuneyti sambandsríkisins heimsótt (Bundesministerium der Justiz). Það vill stundum gleymast að Þýskaland er sambandsríki og eftir sameiningu Vestur- og Austur-Þýskalands, sem lýst var yfír formlega 3. október 1990, eru ríkin, sem kallast Lánder á þýsku, 16 talsins. Eftir sameininguna flutti ríkis- stjórnin aðsetur sitt frá Bonn til Berlínar 20. júní 1991. Berlín varð þannig höfuðborg þýska ríkisins á nýjan leik. Því hlutverki hafði hún gegnt frá árinu 1871 til loka heimsstyrjaldarinnar síðari. Það var sem sé árið 1871 að Bismarck kanslari lýsti yfír stofnun þýska keisaradæmisins eftir að hafa með blóði og járni sameinað þýsku ríkin og jafnframt lagt undir þau væna landskika sem nú eru hlutar Frakklands, Danmerkur, Póllands og Rússlands. Aðsetursskipti heillar ríkisstjómar verða ekki á einni nóttu og dómsmála- ráðuneytið þýska hefur aðeins verið í Berlín síðustu tvö árin. Ráðuneytið er til húsa í gamalli byggingu og nýrri viðbyggingu hennar. Voru þau húsakynni sem við sáum hin veglegustu. Samkvæmt því sem fram kom í fyrirlestri sem við hlýddum á þá er aðal- hlutverk ráðuneytisins að undirbúa löggjöf, einkum á sviði einkaréttar, refsi- réttar og réttarfars. Er þetta svið starfsins svo umfangsmikið að 160 af 200 lög- fræðingum sem í ráðuneytinu vinna starfa á því. Auk þessa veitir dómsmála- ráðuneytið öðram ráðuneytum ráðgjöf, t.d. um það hvort lagafrumvörp eru í samræmi við stjórnarskrá og aðra löggjöf. 245
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.