Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 32
Hæstaréttar um að engar efnisreglur væru í 6. gr. sé ekki rétt og að ákveðið
samspil sé á milli 1. og 6. gr. laganna. Hins vegar sé efnisregla 6. gr. laga nr.
63/1993 matskennd.79 Er tekið undir þessa gagnrýni hér. Þegar dómur Hæsta-
réttar var kveðinn upp var frumvarp það sem varð að núgildandi lögum um mat
á umhverfisáhrifum til meðferðar hjá umhverfisnefnd Alþingis. Vegna niðurstöðu
dómsins var 7. gr. frumvarpsins (nú 7. gr. gildandi laga), sem er sambærileg 6. gr.
þágildandi laga nr. 63/1993, breytt á þann hátt að við mat á því hvort framkvæmd
sé háð mati á umhverfisáhrifum skal hafa hliðsjón af 3. viðauka með lögunum og
setja á fyrirmæli í reglugerð er komi í stað einstakra ákvarðana.80 Hins vegar er
óljóst hvemig beita á þeim sjónarmiðum sem fram koma í 3. viðauka eins og
vikið var að í kafla 6.1. Af tilvitnuðum dómi Hæstaréttar rná ráða að skylda til
þess að meta umhverfisáhrif sé íþyngjandi fyrir framkvæmdaraðila og eftir
atvikum landeiganda. Oljóst er hins vegar hvort mögulegt er að draga frekari
ályktanir af dóminum og verður vikið að því í 7. kafla.
Með hliðsjón af framangreindu og þeirri staðreynd að afar sjaldan hefur
verið staðfest að framkvæmdir hafi í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif er
e.t.v. ekki réttlætanlegt að leggja þá skyldu á framkvæmdaraðila að sæta mati á
umhverfisáhrifum í svo ríkum mæli sem raun hefur verið og að viðhalda dýru
og tímafreku matsferli sem sjaldan staðfestir umtalsverð umhverfisáhrif. En
hafa verður hugfast að sé um að ræða framkvæmdir sem meta skal í samræmi
við alþjóðlega samninga sem Island er aðili að, svo sem EES-samninginn, er
ekkert val. Þetta leiðir hugann að næsta atriði.
7. AÐ FALLAST Á FRAMKVÆMD EÐA EKKI - LEYFI TIL
FRAMKVÆMDAR
7.1 Úrskurður Skipulagsstofnunar
Skoðum næst orðalag 2. mgr. 11. gr. gildandi laga um mat á umhverfisáhrif-
um og sambærilegt orðalag í eldri lögum.
í eldri lögum um mat á umhverfisáhrifum sagði í 1. mgr. 8. gr.
... skal hann [skipulagsstjóri] kveða upp rökstuddan úrskurð um það hvort:
a. fallist er á viðkomandi framkvæmd, með eða án skilyrða,
b. ráðist skuli í frekara mat á umhverfisáhrifum
Og í 1. mgr. 11. gr. sagði:
... í úrskurði felst að:
a. fallist er á viðkomandi framkvæmd, með eða án skilyrða,
b. krafa er gerð um frekari könnun einstakra þátta eða
c. lagst er gegn viðkomandi framkvæmd.
79 Sjá umfjöllun í grein Páls Hreinssonar: „Lagaáskilnaðarregla atvinnufrelsisákvæðis stjórnar-
skrárinnar" í afmælisriti til heiðurs Sigurði Líndal.
80 Alþt. 1999-2000, A-deild, þskj. 1280, bls. 3647.
180