Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 34

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 34
í úrskurði Skipulagsstofnunar skal taka ákvörðun um hvort: a. fallist er á viðkomandi framkvæmd, með eða án skilyrða, eða b. lagst er gegn viðkomandi framkvæmd vegna umtalsverðra umhverfisáhrifa. Með þessum breytingum er gert ráð fyrir því að farin sé ein umferð en ekki tvær eins og mögulegt var samkvæmt eldri lögum. í 2. mgr. 11. gr. frumvarps til laga um mat á umhverfisáhrifum, sem varð að gildandi lögum, var hins vegar gert ráð fyrir þremur möguleikum: í úrskurði Skipulagsstofnunar skal taka ákvörðun um hvort: a. fallist er á viðkomandi framkvæmd, með eða án skilyrða, b. krafist er ítarlegra mats á framkvæmdinni í heild eða einstökum hlutum hennar eða c. lagst er gegn viðkomandi framkvæmd vegna umtalsverðra umhverfisáhrifa.83 Jafnframt var í frumvarpinu gert ráð fyrir annarri umferð ef komist yrði að þeirri niðurstöðu að b liður ætti við. Svo sagði í athugasemdum við 11. gr. frum- varpsins: Greinin samsvarar efnislega 11. gr. gildandi laga, [nr. 63/1993] ... Hins vegar er ekki gert ráð fyrir frummati, sbr. 8. gr. gildandi laga, og frekara mati, sbr. 11. gr., þar sem ekki er fallist á framkvæmd, heldur einu matsferli þannig að ítarlegra mat yrði hluti alls ferlisins en ekki sjálfstætt mat. Einnig er hægt að synja framkvæmd án þess að krefjast áður frekara mats eins og í gildandi lögum.84 í meðförum þingsins var b liður 2. mgr. 11. gr. frumvarpsins felldur út, c liður varð að b lið en a liður breyttist ekki. í nefndaráliti umhverfisnefndar seg- ir svo um breytingartillögu þessa: Einn megintilgangurinn með breytingum á gildandi lögum er að gera matið skil- virkara og að það verði unnið í einu ferli. Meðal annars í þeim tilgangi voru lögð til ákvæði um gerð matsáætlunar ... Að mati nefndarinnar eru ákvæði um ítarlegra mat til þess fallin að lengja óþarflega þann tíma sem mat á umhverfisáhrifum tekur.85 Hér er einnig rétt að skoða ákvæði reglugerðar nr. 179/1994, þ.e. eldri reglu- gerðar um mat á umhverfisáhrifum, en í henni koma fram sjónarmið til fyllingar þágildandi ákvæðum 8. og 11. gr. Hvað varðar lið a í 1. mgr. 8. gr. eldri laga (fallist er á viðkomandi framkvæmd, með eða án skilyrða) sagði í 3. mgr. 12. gr. reglugerðarinnar: 83 Alþt. 1999-2000, A-deild, þskj. 644, bls. 3484. 84 Ibid., bls. 3503. 85 Ibid., þskj. 1280, bls. 5648. 182
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.