Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Síða 34
í úrskurði Skipulagsstofnunar skal taka ákvörðun um hvort:
a. fallist er á viðkomandi framkvæmd, með eða án skilyrða, eða
b. lagst er gegn viðkomandi framkvæmd vegna umtalsverðra umhverfisáhrifa.
Með þessum breytingum er gert ráð fyrir því að farin sé ein umferð en ekki
tvær eins og mögulegt var samkvæmt eldri lögum. í 2. mgr. 11. gr. frumvarps
til laga um mat á umhverfisáhrifum, sem varð að gildandi lögum, var hins vegar
gert ráð fyrir þremur möguleikum:
í úrskurði Skipulagsstofnunar skal taka ákvörðun um hvort:
a. fallist er á viðkomandi framkvæmd, með eða án skilyrða,
b. krafist er ítarlegra mats á framkvæmdinni í heild eða einstökum hlutum hennar
eða
c. lagst er gegn viðkomandi framkvæmd vegna umtalsverðra umhverfisáhrifa.83
Jafnframt var í frumvarpinu gert ráð fyrir annarri umferð ef komist yrði að
þeirri niðurstöðu að b liður ætti við. Svo sagði í athugasemdum við 11. gr. frum-
varpsins:
Greinin samsvarar efnislega 11. gr. gildandi laga, [nr. 63/1993] ... Hins vegar er ekki
gert ráð fyrir frummati, sbr. 8. gr. gildandi laga, og frekara mati, sbr. 11. gr., þar sem
ekki er fallist á framkvæmd, heldur einu matsferli þannig að ítarlegra mat yrði hluti
alls ferlisins en ekki sjálfstætt mat. Einnig er hægt að synja framkvæmd án þess að
krefjast áður frekara mats eins og í gildandi lögum.84
í meðförum þingsins var b liður 2. mgr. 11. gr. frumvarpsins felldur út, c
liður varð að b lið en a liður breyttist ekki. í nefndaráliti umhverfisnefndar seg-
ir svo um breytingartillögu þessa:
Einn megintilgangurinn með breytingum á gildandi lögum er að gera matið skil-
virkara og að það verði unnið í einu ferli. Meðal annars í þeim tilgangi voru lögð til
ákvæði um gerð matsáætlunar ... Að mati nefndarinnar eru ákvæði um ítarlegra mat
til þess fallin að lengja óþarflega þann tíma sem mat á umhverfisáhrifum tekur.85
Hér er einnig rétt að skoða ákvæði reglugerðar nr. 179/1994, þ.e. eldri reglu-
gerðar um mat á umhverfisáhrifum, en í henni koma fram sjónarmið til fyllingar
þágildandi ákvæðum 8. og 11. gr. Hvað varðar lið a í 1. mgr. 8. gr. eldri laga
(fallist er á viðkomandi framkvæmd, með eða án skilyrða) sagði í 3. mgr. 12.
gr. reglugerðarinnar:
83 Alþt. 1999-2000, A-deild, þskj. 644, bls. 3484.
84 Ibid., bls. 3503.
85 Ibid., þskj. 1280, bls. 5648.
182