Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 72

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 72
unnt er að afhenda eða yfirfæra eignarrétt á heldur einungis tilvísunarstærð. Af því leiðir að eign eða réttarsamband skortir til að tengja skattlagninguna við og er sérsköttun af þeim sökunr óhjákvæmileg. í annan stað ber að skattleggja afleiðu sér ef skattaðili hefur innleyst hana án þess að hafa átt hin undirliggjandi verðmæti. Einnig þá skortir eign eða réttar- samband til að tengja skattlagninguna við og breytir engu í því sambandi þótt hið undirliggjandi verðmæti sé af þeirri gerð að afhending eða yfirfærsla á eignarrétti að því sé möguleg. Tveir aðilar kunna t.d. að hafa samið um kaupval á 10 kg af gulli án þess að nokkum tíma hafi staðið til að afhenda það í lok samningstímans héldi eigandi samningnum til streitu, þar sem undirskilið var að gera samninginn upp sem mismunargreiðslu. I öðrum tilvikum er óhjákvæmilegt að samskatta afleiðu og undirliggjandi verðmæti vegna langrar og víðtækrar hefðar. Við kaup á íbúðarhúsnæði er t.d. algengt að sarnið sé um afhendingu ákveðinnar eignar fyrir tiltekið verð á nánar tilgreindum tíma síðar meir. Helgast það af því að venjuleg fjölskylda þarf nokkurn tíma til að rýma húsnæðið. Slíkir samningar eru þess vegna samsettir af afleiðuþætti og venjulegum afhendingarkaupum. Samt dytti engum í hug að skattleggja afleiðuþáttinn sér. Eins er þessu farið þegar um framvirkar pantanir fyrirtækja er að ræða og eru tekjur af þeim því gerðar upp með hinum undir- liggjandi verðmætum. Hugsanlega má einnig finna önnur tilvik. Við mat á því, hvort gera beri þau upp sér eða saman með hinum undirliggjandi verðmætum, verður þá að skoða hvert tilvik sérstaklega og athuga hvort framkvæmdin sé nægilega löng og víðtæk til að reisa megi á henni gildandi rétt. Þau dæmi sem nefnd voru hér að ofan sýna að fyrir koma tilvik þar sem sér- sköttun er óhjákvæmileg og tilvik þar sem sérsköttun myndi brjóta í bága við gildandi lög og áralanga frantkvæmd skattyfirvalda. Er hún því óhugsandi eða ekki framkvæmanleg og verður því að samskatta afleiðuna með hinu undirliggjandi verðmæti. Þar á milli eru svo fjölmörg dæmi þar sem bæði er unnt að beita sér- og samsköttun og er ekki að finna neitt óyggjandi svar í skattalögum við því hvort skal gert. Langeðlilegast sýnist þó að láta skattlagningu afleiðunnar velta á því um hvað aðilar hennar semja.28 Semji aðilar um eitthvað meira en afhendingu hinna undirliggjandi verðmæta getur það bent til þess að samningurinn, þar á meðal efnahagslegar afleiðingar hans, eigi að vera andlag skattlagningar. Gildir það al- mennt um kauphallarskráða eða staðlaða samninga eins og valrétt og framvirka vaxtasamninga. Tilgangur þeirra er þannig umfram allt að veðja á framtíðarlegar hækkanir hinna undirliggjandi verðmæta eða tryggja aðila fyrir hugsanlegum verðbreytingum. Einnig getur uppgjörsformið skipt máli. Hafi mismunargreiðsla farið fram, eða aðilar samið um að mismunargreiðsla gæti orðið, kann það að benda til þess að afleiðan hafi verið aðalatriði samningsins en ekki hið undirliggj- andi verðmæti. En að láta skattlagningu afleiðu ráðast af samningi aðila er þó mjög tímafrekt þar sem hún krefst þess í raun að skattyfirvöld kanni hvem einstakan 28 Sbr. Engholm Jacobsen o.fl.: Skatteretten 1,1. útg., bls. 547. 220
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.