Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 29

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 29
reynd kann að hafa haft það í för með sér að einhverjar framkvæmdir væru úrskurðaðar í frekara mat en hefði e.t.v. verið hafnað ef 1. mgr. 8. gr. hefði gert ráð fyrir þeim möguleika. Einnig verður að hafa í huga það sem sagði í kafla 4.3, að löglíkur eru á því að framkvæmdir á skyldulista hafi í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og flestir úrskurðir hafa gengið vegna slíkra fram- kvæmda. Þess vegna er athyglisvert að umhverfisáhrifin voru ekki metin um- talsverð nema í örfáum tilfellum. Ef til vill er ótímabært að draga ályktanir af þeim úrskurðum sem kveðnir hafa verið upp í samræmi við 2. mgr. 11. gr. nýju laganna en þó getur breyting sú, sem á var gerð, þ.e. að nú er farin ein umferð og samkvæmt 2. mgr. 11. gr. eru einungis gefnir tveir möguleikar, að fallast á framkvæmd, með eða án skilyrða, eða leggjast gegn viðkomandi framkvæmd vegna umtalsverðra umhverfisáhrifa, orðið þess valdandi að oftar verði lagst gegn framkvæmd en verið hefur. Hins vegar eru nýju lögin ekki það frábrugðin þeim eldri að ég telji þessar breytingar hafa veruleg áhrif í þessu tilliti og kem að því í þeim hugleiðingum og athugasemdum sem fara hér á eftir. Þær lúta að því, í fyrsta lagi, hvort stærðarmörk á skyldulista samkvæmt lögum nr. 63/1993 og samkvæmt gildandi lögum nr. 106/2000 hafi verið færð of langt niður, þ.e. svo langt að raunverulegar líkur á því að framkvæmd hafi í för með sér um- talsverð umhverfisáhrif geti verið hverfandi og e.t.v. ekki réttlætanlegt að við- halda dýru og tímafreku ferli ef athugun samkvæmt því staðfestir sjaldan um- talsverð umhverfisáhrif. I öðru lagi, hvort orðalag 1. mgr. 8. gr. og 1. mgr .11. gr. eldri laga og sambærilegt orðalag 2. mgr. 11. gr. gildandi laga skapi ákveðna réttaróvissu þar sem mörkin á milli úrskurðar og efnis endanlegs leyfis geti verið óljós m.t.t. skilyrða og óljóst sé hvort niðurstaða úrskurðar Skipulags- stofnunar bindi leyfisveitanda, o.fl. í þriðja lagi, hvort ávinningur tiltekinnar framkvæmdar og möguleiki á að beita mótvægisaðgerðum eða fyrirbyggjandi aðgerðum eigi að hafa áhrif á lokamat á því hvort tiltekin framkvæmd hafi umtalsverð umhverfisáhrif eða ekki. í fjórða lagi, hvort úrskurðarformið per se sé æskilegur farvegur fyrir úrlausn á mati á umhverfisáhrifum. Um þessi atriði verður fjallað í næstu köflum. 6. MATSSKYLDAN 6.1 Flokkar framkvæmda Eins og komið var að í kafla 4.3 má skipta matsskyldum framkvæmdum í þrjá flokka: (1) Framkvæmdir sem alltaf eru háðar mati á umhverfisáhrifum vegna lög- bundinnar skyldu. (2) Framkvæmdir sem kunna að vera háðar mati á umhverfisáhrifum þegar þær geta haft í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. (3) Framkvæmdir sem hugsanlega eru matsskyldar vegna þess að sýnt þykir að þær geti haft í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Á þessum flokkum er nokkur munur þar sem að fyrra bragði eru löglíkur á að framkvæmdir í flokki (1) hafi alltaf í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif 177
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.