Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 60

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 60
Dæmi 1. Hlutabréfakaupval (aktieoption). Afhending á undirliggjandi verð- mætum. A er eigandi kaupvalsréttar sem veitir honum rétt til að kaupa 1000 hluti í X á genginu 150 af útgefanda. Fyrir það greiðir hann 5.000 kr. í þóknun. Þegar A innleysir valréttinn er gengi hlutabréfanna komið í 200 og getur hann því keypt 1000 hluti í X fyrir 150.000 kr. að verðmæti 200.000 kr. Við söluval eru þessir hagsmunir öfugir. Þar ráðast hagsmunir eigandans af því að geta selt hin undirliggjandi verðmæti á hærra verið en markaðsverð þeirra hljóðar á. Dæmi 2. Hlutabréfasöluval (aktieoption). Afhending á undirliggjandi verð- mætum. B er eigandi söluvalsréttar sem veitir honum rétt til að selja 1000 hluti í X á genginu 150. Fyrir það greiðir hann 5.000 kr. í þóknun. Þegar B innleysir valrétt- inn er gengi hlutabréfanna komið í 100 og getur hann því krafist sölu á 1000 hlutum í X fyrir 150.000 kr. að verðmæti 100.000 kr. Hjá eiganda valréttar takmarkast áhætta hans þannig af þóknuninni á meðan vinningsmöguleikar hans eru ótakmarkaðir. Hjá útgefanda valréttar er áhættan hins vegar ótakmörkuð á meðan vinningsmöguleikar hans takmarkast við þókn- unina. Þarf því ekki að vera samræmi á milli áhættu eiganda og útgefanda við gerð valréttarsamnings. Þess ber þó að geta að unnt er að gera valréttarsamn- inga sem takmarkast við ákveðna áhættu. Hin undirliggjandi verðmæti valréttar þurfa ekki að vera eignir sem unnt er að yfirfæra eignarréttinn að frá einum aðila til annars. Er þess vegna ekkert því til fyrirstöðu að nota tilbúna verðbreytingarstuðla (indeks), svo sem hlutabréfa- gengi (aktieindeks) og LIBOR-vexti. Þegar valréttur byggist á slíkum verðmæt- um er auðvitað ekki unnt að krefjast afhendingar á frumtækjunum sem valrétt- urinn byggist á þar sem þau eru ekki til. Þess í stað verður að fara fram mis- munargreiðsla í formi peninga. Er jafnvel oft samið um slík skipti þótt afhend- ing geti farið fram. Hinn rétti uppgjörsmáti valréttarsamninga er þó afhending. Við innlausn verður eigandi því að kaupa eða selja hin undirliggjandi verðmæti nema samið hafi verið sérstaklega um mismunargreiðslu í formi peninga. Dæmi 3. Hlutabréfaval (aktieoption). Mismunargreiðsla í peningum: Sama dæmi og 1 með þeirri viðbót að A geti krafist mismunargreiðslu í formi peninga í stað afhendingar. Við innlausn á valréttinum á hann því rétt á 50.000 kr. mismunar- greiðslu í stað þess að kaupa 1000 hluti í X á genginu 150 af útgefanda á 150.000 kr. Þegar um skráðan valrétt er að ræða er það oftast sú hagnaðarvon eða trygg- ingarmöguleiki er í samningi felst sem er aðalatriðið en ekki rétturinn til að kaupa eða selja hin undirliggjandi verðmæti. Við innlausn á skráðum valrétti er því þægilegt að geta lokið viðskiptunum með mismunargreiðslu. Misjafnt er þó eftir löndum hvaða rétt aðili hefur til þess. Samkvæmt gildandi reglum um skráða valrétti í Noregi verður t.d. ætíð að ljúka viðskiptum með afhendingu 208
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.