Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 17

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 17
breytni33 frá 1992 en hver samningsaðili skal „koma á viðeigandi starfsaðferð- um sem krefjast mats á umhverfisáhrifum áætlaðra framkvæmda hans sem lík- legar eru til að hafa veruleg, skaðleg áhrif á líffræðilega fjölbreytni í því skyni að forðast eða draga sem mest úr slíkum áhrifum og, þar sem við á, taka tillit til þátttöku almennings í slíkum starfsaðferðum“,34 og samkvæmt b lið sömu greinar skal hver samningsaðili „gera viðeigandi ráðstafanir til að sjá um að viðeigandi tillit verði tekið til afleiðinga áætlana og stefnumála á umhverfið, sem líkleg eru til að hafa veruleg skaðleg áhrif á líffræðilega fjölbreytni“,35 sjá auglýsingu nr. 11/1995 í C-deild Stjórnartíðinda. Loks verður úthafsveiðisamningurinn frá 1995 nefndur.361 d lið 5. gr. samn- ingsins segir: ,,d) meta áhrif veiða, annarrar starfsemi manna og umhverfisþátta á sóknarstofna og á tegundir er tilheyra sama vistkerfi eða eru tengdar eða háðar þeim“,37 sjá nánar auglýsingu nr. 8/1997 í C-deild Stjórnartíðinda. Skylda til þess að meta umhverfisáhrif framkvæmda sem að fyrra bragði eru taldar líklegar til þess að hafa í för með sér umtalsverð áhrif á umhverfið, og eftir atvikum stefnumarkandi áætlana, er vafalaust meginregla í alþjóðlegum umhverfisrétti. Slíka skyldu er að finna í flestum nýlegum alþjóðlegum samn- ingum sem fjalla um umhverfismál, sbr. ofangreinda umfjöllun. Jafnframt hefur verið fjallað um mat á umhverfisáhrifum í dómum Alþjóðadómstólsins í Haag, sbr. kjamorkumálið frá 1995, Nýja Sjáland gegn Frakklandi.38 Þessu máli var vísað frá dómstólnum án þess að fjallað væri um efnisatriði þess. Hins vegar er að finna ítarlegan rökstuðning fyrir gagnstæðri niðurstöðu í tveimur sératkvæð- um, þeirra Palmers og Weeramantrys. I málinu hélt Nýja Sjáland því fram að Frakklandi bæri skylda til þess að sýna fram á með mati á umhverftsáhrifum að kjarnorkutilraunir þeirra neðansjávar í Suður-Kyrrahafi myndu ekki hafa í för með geislavirkni sem gæti skaðað lífríki hafsins og þar með skert réttindi Nýja Sjálands og annarra ríkja í samræmi við alþjóðarétt. Jafnframt lagði Nýja Sjá- land áherslu á að mat á umhverfisáhrifum yrði undanfari framkvæmda svo að 33 Á ensku: Convention on Biological Diversity. 34 „Each Contracting Party ... shall: (a) Introduce appropriate procedures requiring environmental impact assessment of its proposed projects that are likely to have significant adverse effects on biological diversity with a view to avoiding or minimizing such effects and, where appropriate, allow for public participation in such procedures“. Sjá einnig athugasemd við þýðingu í nmgr. 29. 35 „Each Contracting Party ... shall: (b) Introduce appropriate arrangements to ensure that the environmental consequences of its programmes and policies that are likely to have significant adverse impacts on biological diversity are duly taken into account". Sjá athugasemd við þýðingu í nmgr. 29. 36 Agreement for the Implementation of the Provisions of the United Nations Convention of the Law of the Sea of 10 December 1982, Relating to the Conservation and Management of Straddling Fish Stocks and Highly Migratory Fish Stocks. 37 „(d) assess the impacts of fishing, other human activities and environmental factors on target stocks and species belonging to the same ecosystem or associated with or dependent upon the target stocks;...“ 38 Dómar Alþjóðadómstólsins í Haag (ICJ Reports) 1995, bis. 288. 165
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.