Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 57
í daglegu máli er hugtakið afleiða (derivats)2 þó almennt notað til að lýsa
hinum nýrri og framandi samningum eins og valrétti, áskriftarrétti, ákvæðis-
samningum, framvirkum samningum, skiptasamningum o.s.frv. og stafar það af
því að eiginleikar þeirra og tilvist er í verulegum mæli leidd af öðrum verðmæt-
um sem oft kallast hin undirliggjandi verðmæti eða frumtæki (primærinstru-
menter).3 Sem undirliggjandi verðmæti er unnt að nota hlutabréf og kröfur.
Einnig geta aðrar afleiður verið frumtæki og má sem dæmi þess nefna valrétt á
framtíðarlegum samningi eða framtíðarlegan valréttarsamning (option pá en
futurekontrakt) og valrétt á skiptasamningi eða skiptavalsréttarsamning (option
pá en swapavtale eða swaption). Þá er ekki skilyrði að hið undirliggjandi verð-
mæti sé fjármálalegt tæki í ofangreindum skilningi. Eru ákvæðissamningar um
eldsneyti og landbúnaðarvörur einmitt dæmi um afleiðusamninga er ekki hafa
fjármálaleg tæki sem undirliggjandi verðmæti. Sambandi undirliggjandi verð-
mæta og afleiðna má því lýsa svo:
í skattalögum em ítarlegar reglur um skattlagningu hinna ýmsu undirliggj-
andi verðmæta svo sem hlutabréfa, krafna o.s.frv.4 Er því almennt engum
erfiðleikum bundið að gera upp tekjur af þeim og ákveða hvenær þær teljast
tekjur hjá viðtakanda. Þessu er hins vegar öfugt farið þegar um afleiðusamninga
er að ræða og verða menn því að geta sér til um skattlagningu þeirra á grund-
2 Þegar útlensk orð eru notuð í textanum er um að ræða norræn orð og eru þau án tilgreiningar; það
þýðir að sams konar heiti er notað um hlutaðeigandi fyrirbæri á öllum Norðurlöndunum nema
íslandi. Standi tvö sams konar orð í texta er þó tilgreint hvaðan þau eru.
3 í 17. tl. b-liðar 2. gr. laga nr. 99/2000 um breyting á 2. gr. laga nr. 13/1996 um verðbréfaviðskipti
er afleiðusamningur skilgreindur svo; „Samningur þar sem uppgjörsákvæði byggist á breytingu
einhvers þáttar, svo sem vaxta, gengis gjaldmiðla, verðbréfaverðs, verðbréfavísitölu eða hrávöru-
verðs. Andvirði slíks samnings er háð breytingu þessara viðmiðunarþátta á tilteknu tímabili".
4 Sbr. 8. gr. SL annars vegar og 10.-18. gr. SL hins vegar.
205