Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 14

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 14
Reynslan í ESB varð sú að treglega gekk að fá öll aðildarríkin til þess að taka ákvæði tilskipunar 85/337/EBE í landsrétt eins og til var ætlast19 og jafnframt risu nokkur dómsmál vegna óskýrleika hennar.20 Loks benda tölulegar upplýs- ingar til þess að veruleg tregða hafi einnig verið á því að beita ákvæðum hennar, a.m.k. framan af, þar sem afar fáar matsskýrslur voru gerðar hjá sumum að- ildarríkjunum.21 Auk þessa voru litlar sem engar leiðbeiningar fyrirliggjandi um það hvernig beita ætti einstökum ákvæðum tilskipunar 85/337/EBE, sbr. til- skipun 97/11/EB. Hins vegar hefur nýlega verið bætt úr þessum skorti og hafa nú verið gefnar út leiðbeiningar um endurskoðun matsskýrslu,22 leiðbeiningar sem lúta að umfangi og efni matsáætlunar23 og leiðbeiningar sem varða ákvörð- un um matsskyldu.24 Það sem skilur að mat á umhverfisáhrifum samkvæmt NEPA lögunum og mat á umhverfisáhrifum samkvæmt tilskipun 85/337/EBE, sbr. tilskipun 97/11/EB, er fyrst og fremst andlag matsins, þ.e. tilskipunin byggir á því að metin séu umhverfisáhrif tiltekinna framkvæmda og hefur þess vegna mun þrengra gildissvið en NEPA lögin. Hins vegar tók gildi þann 21. júlí sl. ný til- skipun 01/42/EB um mat á umhverfisáhrifum tiltekinna stefnumarkandi áætl- ana og skulu aðildarríki ESB gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að fara að ákvæðum hennar fyrir 21. júlí 2004.25 Tilskipunin gildir um áætlanir sem varða landbúnað, skógrækt, fiskveiðar, orku, iðnað, samgöngur, meðferð úrgangs, meðferð vatns, fjarskipti, ferðamennsku, skipulag og landnotkun og er hún m.a. sett til þess að uppfylla ákvæði nokkurra alþjóðlegra samninga, þ.m.t. samnings um líffræðilega fjölbreytni, sjá nánar kafla 2.3. Samkvæmt ákvæðum tilskipun- arinnar er við það miðað að sérfræðingar og almenningur sem hagsmuna hefur að gæta geti komi að athugasemdum á meðan áætlanimar eru á undirbúnings- stigi og áður en þær em samþykktar. Tilskipunin gildir um ofangreindar áætl- anir þótt þær séu samþykktar af ríkisstjómum eða þjóðþingum aðildarríkjanna. Sjá að öðru leyti ákvæði tilskipunarinnar. Ekki er ljóst hvort þessi tilskipun verður hluti af EES-samningnum. 19 Sjá t.d. mál C-133/94, Framkveemdastjómin gegn Belgíu, [1996] ECR 1-2323 og mál C-431/92, Framkvœmdastjórnin gegn Þýskalandi, [1995] ECR 1-2189. 20 Sjá t.d. mál C-81/96, Burgemeester en wethouders van Haarlemmerliede en Spaamwoude gegn Gedeputeerde Staten van Noord-HoUand, [1998] ECR 1-3923 og mál C-72/95, Aannemersbedrijf P.K. Kraaijeveld BV e.a. gegn Gedeputeerde Staten van Zuid-Holland, [1996] ECR 1-5403. 21 Sjá t.d. H. T. Anker, bls. 77, et seq., og C. Wood. bls. 41-42. 22 Sjá Guidance on EIA, EIS Review, http://europa.eu.int/comm/environment/eia/eia-support.htm. 23 Sjá Guidance on EIA, Scoping, http://europa.eu.int/comm/environment/eia/eia-support.htm. 24 Sjá Guidance on EIA, Screening, http://europa.eu.int/comm/environment/eia/eia-support.htm. 25 Directive 2001/42/EC of the European Parliament and of the Council of 27 June 2001 on the assessment of the effects of certain plans and programmes on the environment. 162
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.