Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Qupperneq 14
Reynslan í ESB varð sú að treglega gekk að fá öll aðildarríkin til þess að taka
ákvæði tilskipunar 85/337/EBE í landsrétt eins og til var ætlast19 og jafnframt
risu nokkur dómsmál vegna óskýrleika hennar.20 Loks benda tölulegar upplýs-
ingar til þess að veruleg tregða hafi einnig verið á því að beita ákvæðum hennar,
a.m.k. framan af, þar sem afar fáar matsskýrslur voru gerðar hjá sumum að-
ildarríkjunum.21 Auk þessa voru litlar sem engar leiðbeiningar fyrirliggjandi
um það hvernig beita ætti einstökum ákvæðum tilskipunar 85/337/EBE, sbr. til-
skipun 97/11/EB. Hins vegar hefur nýlega verið bætt úr þessum skorti og hafa
nú verið gefnar út leiðbeiningar um endurskoðun matsskýrslu,22 leiðbeiningar
sem lúta að umfangi og efni matsáætlunar23 og leiðbeiningar sem varða ákvörð-
un um matsskyldu.24
Það sem skilur að mat á umhverfisáhrifum samkvæmt NEPA lögunum og
mat á umhverfisáhrifum samkvæmt tilskipun 85/337/EBE, sbr. tilskipun
97/11/EB, er fyrst og fremst andlag matsins, þ.e. tilskipunin byggir á því að
metin séu umhverfisáhrif tiltekinna framkvæmda og hefur þess vegna mun
þrengra gildissvið en NEPA lögin. Hins vegar tók gildi þann 21. júlí sl. ný til-
skipun 01/42/EB um mat á umhverfisáhrifum tiltekinna stefnumarkandi áætl-
ana og skulu aðildarríki ESB gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að fara að
ákvæðum hennar fyrir 21. júlí 2004.25 Tilskipunin gildir um áætlanir sem varða
landbúnað, skógrækt, fiskveiðar, orku, iðnað, samgöngur, meðferð úrgangs,
meðferð vatns, fjarskipti, ferðamennsku, skipulag og landnotkun og er hún m.a.
sett til þess að uppfylla ákvæði nokkurra alþjóðlegra samninga, þ.m.t. samnings
um líffræðilega fjölbreytni, sjá nánar kafla 2.3. Samkvæmt ákvæðum tilskipun-
arinnar er við það miðað að sérfræðingar og almenningur sem hagsmuna hefur
að gæta geti komi að athugasemdum á meðan áætlanimar eru á undirbúnings-
stigi og áður en þær em samþykktar. Tilskipunin gildir um ofangreindar áætl-
anir þótt þær séu samþykktar af ríkisstjómum eða þjóðþingum aðildarríkjanna.
Sjá að öðru leyti ákvæði tilskipunarinnar. Ekki er ljóst hvort þessi tilskipun
verður hluti af EES-samningnum.
19 Sjá t.d. mál C-133/94, Framkveemdastjómin gegn Belgíu, [1996] ECR 1-2323 og mál C-431/92,
Framkvœmdastjórnin gegn Þýskalandi, [1995] ECR 1-2189.
20 Sjá t.d. mál C-81/96, Burgemeester en wethouders van Haarlemmerliede en Spaamwoude gegn
Gedeputeerde Staten van Noord-HoUand, [1998] ECR 1-3923 og mál C-72/95, Aannemersbedrijf
P.K. Kraaijeveld BV e.a. gegn Gedeputeerde Staten van Zuid-Holland, [1996] ECR 1-5403.
21 Sjá t.d. H. T. Anker, bls. 77, et seq., og C. Wood. bls. 41-42.
22 Sjá Guidance on EIA, EIS Review, http://europa.eu.int/comm/environment/eia/eia-support.htm.
23 Sjá Guidance on EIA, Scoping, http://europa.eu.int/comm/environment/eia/eia-support.htm.
24 Sjá Guidance on EIA, Screening, http://europa.eu.int/comm/environment/eia/eia-support.htm.
25 Directive 2001/42/EC of the European Parliament and of the Council of 27 June 2001 on the
assessment of the effects of certain plans and programmes on the environment.
162