Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 63

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 63
Verð ákvæðis miðast venjulega við markaðsverð hins undirliggjandi verð- mætis á þeim degi er samningur er gerður að viðbættum vöxtum vegna þess að greiðsla fer ekki fram fyrr en við afhendingu. Ekki er greidd nein þóknun við ákvæðiskaup gagnstætt því sem gildir um valrétt. Þegar um ákvæðiskaup er að ræða leiðir það af skuldbindingargildi þeima fyrir báða samningsaðila að sam- kvæmni er á milli þeirrar áhættu sem seljandi (útgefandi) og kaupandi (eigandi) tekur, andstætt því sem gildir um valrétt. Því sem kaupandi hagnast tapar selj- andi ákvæðissamnings og öfugt. Dæmi 5. Akvæðiskaup á eldsneyti. 1. nóv. gerir A verktaki ákvæðissamning við B um að hann selji sér 100.000 lítra af hráolíu á verðinu 60 kr. lítrann til afhendingar 1. maí. Umsamdir vextir eru 12% svo að ákvæðisverðið er 6.360.000 kr. En í janúar skellur á stríð við Persaflóa og veldur 40% hækkun á hráolíuverði. 1. maí, er B á að afhenda olíuna, er verðið á farminum því komið í 8.400.000 kr. Beinn hagnaður A af viðskiptunum er því 2.040.000 kr. Hér tekur seljandi á sig áhættuna af hækkun hinna undirliggjandi verðmæta. Þessa áhættu getur hann þó takmarkað með því að kaupa með valrétti sams kon- ar verðmæti og hann selur með ákvæði. Hefði hann gert það í ofangreindu dæmi, ætti hann því rétt á að krefjast afhendingar á 100.000 lítrum af hráolíu á verðinu 6.360.000 kr., að markaðsverði 8.400.000 kr., og verður hann þá ekki fyrir neinu tapi af gerð samningsins. Hins vegar verður eigandi auðvitað að greiða þóknun fyrir valréttinn og veldur það útgjöldum sem viðbúið er að hann vilji krefja upphaflegan kaupanda hráolíunnar um. Er það gert með því að bæta ákvæðisálagi (d. terminstillæg, e. basis eða cost of carry) við ákvæðisverðið sem reiknað er á grundvelli mismunar svokallaðs spottverðs og ákvæðisverðs. Jafngildir það oftast samtölu vaxta af áðurnefndu spottverði á ákvæðistímanum og kostnaði við kaupin.14 Samningar um framtíðarleg kaup eða sölu á vörum hafa lengi verið notaðir í alþjóðlegum viðskiptum. Framleiðendum og vörukaupendum finnst í mörgum tilvikum hagkvæmt að geta gert samning um vörukaup áður en varan er tilbúin til sölu. Þannig veitir það framleiðanda nokkurt öryggi um verð og vörukaup- anda er tryggt það vörumagn sem hann þarf á að halda til að geta fullnægt eftir- spurn viðskiptamanna sinna eða bætur ef svo illa fer að seljandi getur ekki fullnægt samningnum. Sem dæmi um slík viðskipti má nefna framtíðarlegar fermetra. Samkvæmt samningnum skyldi verðið hækka í samræmi við breytingu á byggingar- vísitölu þar til að gengið hefði verið frá formlegum kaupsamningi um landið. Er kaupsamningur var gerður 27. des. 1982 var söluverð hvers fermetra komið í 61,20 kr. Við ákvörðun á söluhagnaði aðila vildi skattstjóri miða við það verð en seljandi taldi hækkunina vera vaxtatekjur sem undan- þegnar væru skatti samkvæmt þágildandi 1. tl. B-liðar 30. gr. SL. Fór málið fyrir RSN sem úr- skurðaði að miða skyldi við hið verðbætta fermetraverð við útreikning á söluhagnaði landsins við undirskrift kaupsamnings. 14 Ef hið undirliggjandi verðmæti er vaxtaberandi, eins og t.d. krafa, dragast vextir af henni frá mismuninum á spottverði og ákvæðisverði svo að ákvæðisálagið verður lægra. 211
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.